Heimili heimskunnar…

Bestu bollakökur í heimi (staðfest!)

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on október 28, 2013

Halló heimur!

Ég bauð í dásamlegt stelpuboð um helgina og út af því að mér finnst miklu skemmtilegra að baka en að elda bauð ég þeim í bollakökupartí. Ég bakaði fimm sortir, tvær sem ég hef bakað áður, en ákvað svo að prófa eitthvað nýtt.

Ég sé ekki eftir því. Ég fann nefnilega uppskrift af bollakökum með hvítu súkkulaði. Ekki bara það heldur eru líka Lindt-trufflur í þeim. Þetta bakar sig nánast sjálft!

Svo fallegt!

Svo fallegt!

Bestu bollakökur í heimi

Það sem þarf:

1 ¾ bolli hveiti

2 tsk lyftiduft

2/3 bolli mjólk

1 tsk vanilludropar

4 eggjahvítur

6 msk mjúkt smjör

½ bolli sykur

¼ bolli sýrður rjómi

12 Lindt-trufflur, hvítar eða ljósar (ég notaði bæði)

Aðferð:

Hitið ofninn í 170°C. Stífþeytið eggjahvíturnar í tandurhreinni skál. Hrærið hveiti og lyftiduft saman í annarri skál. Blandið mjólk og vanilludropum saman í enn annarri skál. Í fjórðu skálinni hrærið þið síðan saman smjör og sykur. Bætið sýrða rjómanum út í þá blöndu og hrærið vel. Skiptist síðan á að blanda mjólkur- og hveitiblöndunni saman við smjörblönduna. Að lokum er eggjahvítunum blandað varlega saman við með sleikju. Setjið herlegheitin í form og bakið í 15 til 20 mínútur. Skerið lítið X ofan í hverja bollaköku um leið og þið takið þær úr ofninum. Þrýstið Lindt-trufflu ofan í og horfið á gotteríið bráðna ofan í kökuna. Mmmmm. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á.

Deigið verður afskaplega létt og ljóst þegar eggjahvíturnar eru komnar í púkkið.

Deigið verður afskaplega létt og ljóst þegar eggjahvíturnar eru komnar í púkkið.

 

Á leiðinni í ofninn.

Á leiðinni í ofninn.

 

Hafið Lindt-kúlurnar tilbúnar!

Hafið Lindt-kúlurnar tilbúnar!

Hvítt súkkulaðikrem

Það sem þarf:

115 g hvítt súkkulaði

225 g mjúkur rjómaostur

¼ bolli mjúkt smjör

1 tsk vanilludropar

2 bollar flórsykur.

Aðferð:

Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því að kólna í þrjár mínútur. Blandið síðan öllum hráefnum saman og skreytið kökurnar. Ég stóðst ekki mátið og henti matarlit í kremið svo það varð fallega bleikt.

Þessar vilja fá krem!

Þessar vilja fá krem!

Bjútífúl!

Bjútífúl!

 

Njótið vel og lengi!

-L

Snakkkökur

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on október 23, 2013

Halló heimur!

Nú eru jólin á næsta leiti (jú víst!) og ég ákvað að taka forskot á sæluna og henda í smákökusort. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og flippað og fann þessar gómsætu smákökur. Leynihráefnið er, jú ekkert voðalega leynilegt þar sem það er í fyrirsögninni, snakk! Gjöriði svo vel!

Snakkkökur

Það sem þarf:

225 g mjúkt smjör

1 bolli flórsykur

1 eggjarauða

1 tsk vanilludropar

1 1/2 bolli hveiti

3/4 bolli muldar kartöfluflögur, plús nokkrar til að skreyta með (ég notaði Lay’s með salti)

1/2 bolli grófir súkkulaðibitar

4 msk kökuskraut, plús meira til að skreyta með

Hræra varlega saman muniði!

Hræra varlega saman muniði!

Aðferð:

Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjarauðunni og vanilludropunum saman við. Bætið hveitinu varlega saman við. Hrærið kartöfluflögur, súkkulaði og kökuskraut varlega saman við með sleikju eða sleif. Kælið í 30-60 mínútur. Gerið litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötu, þær dreifa aðeins úr sér við bakstur. Setjið kartöfluflögumulning og kökuskraut ofan á kúlurnar sem skraut og bakið í 10-12 mínútur við 175°C hita. Kælið og skóflið þeim í ykkur!

Litlar dúllur á bökunarplötu!

Litlar dúllur á bökunarplötu!

Ekki bara góðar heldur líka fallegar!

Ekki bara góðar heldur líka fallegar!

Njótið vel og lengi!

-L

After Eight-múffur

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on október 10, 2013

Halló heimur!

Ha? Var ég að baka? Neeeei, það getur ekki verið!

Ég ætla ekki að hafa þetta langt. Súkkulaði, meira súkkulaði með dassi af After Eight. Hvað getur klikkað? Akkúrat ekki neitt!

After Eight-múffur

Það sem þarf:

1 1/2 dl sykur

100 mjúkt smjör

2 egg

1 1/2 dl hveiti

1/2 dl kakó

1 1/2 tsk matarsódi

2 tsk sterkt, kalt kaffi

100 g dökkt súkkulaði

12 After Eight-plötur

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið dökkt súkkulaði og smjör saman. Hrærið vel saman og bætið eggjunum út í. Bætið sykrinum við og hrærið vel saman. Blandið hveiti, kakó og matarsóda vel saman í annarri skál og blandið því saman við súkkulaðiblönduna. Skellið síðan kaffinu út í og hrærið. Setjið botnfylli af deigi í 12 möffinsform, síðan eina plötu af After Eight og að lokum meira deig til að hylja After Eight-plötuna. Bakið í sirka tuttugu mínútur.

After Eight-krem

Það sem þarf:

10 After Eight-plötur

50 g dökkt súkkulaði

1/2-1 dl rjómi

Aðferð:

Bræðið saman og hellið yfir kökurnar. Og munið eftir því að skreyta! Dóttir mín sá um það á þessu heimili.

LINEcamera_share_2013-10-10-20-56-07

Ekkert að þessu!

LINEcamera_share_2013-10-10-20-57-13

Skreytingameistarinn!

Njótið vel og lengi!

-L

Kit Kat-múffur

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on september 30, 2013

Halló heimur!

Ég er svo ánægð þessa dagana. Ég er nefnilega búin að finna baksturs mojo-ið mitt á ný. Ég held að það tengist því að ég er loksins komin í mitt eigið húsnæði með mitt eigið eldhús. Ég býð ekki í það ef mér áskotnaðist hrærivél. Þá fyrst yrði ég 500 kíló.

En ég bakaði um helgina. Ruglaðar múffur. Vinnufélagarnir skófluðu þessu í sig og báðu næst um After Eight-köku. Challenge Accepted!

Kit Kat-múffur

Það sem þarf:

1 bolli hveiti

1/2 bolli kakó

1/2 tsk matarsódi

1/8 tsk salt

3/4 bolli sykur

1/4 bolli olía

1 egg

1 tsk vanilludropar

2/3 bolli mjólk

2 Kit Kat

Kit Kat í miðjunni

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°. Blandið hveiti, kakói, matarsóda og salti saman. Þeytið sykur, olíu, egg, vanilludropa og mjólk saman í annarri skál og bætið varlega við hveitiblönduna. Setjið botnfylli af deiginu í 12 möffinsform. Brjótið niður 2 Kit Kat (8 lengjur) og deilið í möffinsformin. Setjið síðan meira deig ofan á Kit Kat-in og bakið í 16-18 mínútur.

Karamellukrem

Það sem þarf:

 

115 g mjúkt smjör

2 bollar flórsykur

Smásalt

1/4 – 1/2 bolli karamellusósa

Aðferð:

Hrærið öllu vel saman og skreytið kökurnar. Ekki er verra að gera þær enn fallegri með Kit Kat-bita ofan á. Ég setti appelsínugulan matarlit í mitt krem til að fá smá lit í lífið.

Girnilegt!

Gerist varla betra

Njótið vel og lengi!

Síðasta kvöldmáltíðin með Dexter

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on september 23, 2013

Halló heimur!

Dagurinn í dag var sérstakur. Ég beið allan daginn eftir að koma heim að horfa á lokaþáttinn af Dexter – seríu sem hefur fylgt mér í fjöldamörg ár. Ég vildi því gera þessa stund eftirminnilega.

Ég byrjaði á því að finna hinn fullkomna rétta og versla inn allt sem þurfti. Síðan fór ég út að hlaupa – bæði til að fresta lokastundinni og líka til að brenna einhverjum af þessum kaloríum sem ég myndi innbyrða yfir raðmorðingjanum samviskulausa. 

Loksins manaði ég mig upp í að elda og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Rétturinn var vægast sagt betri en þátturinn sem ég hafði beðið með slíkri eftirvæntingu. Ég veit ekki hvað ég á að skíra þennan rétt til að geta fyllilega lýst því hvað hann er góður. Eftir miklar bollaleggingar sættist ég á nafnið Rögluð ostatýpa. Hér kemur uppskriftin:

Rögluð ostatýpa

Botn

Það sem þarf:

1 blómkálshaus

2 msk rjómi

1 msk smjör

1/4 bolli rifinn Cheddar-ostur

1 msk jalapeno (ég setti ríflega enda elska ég jalapeno)

1/4 tsk hvítlauksduft

salt og pipar

Rjómaostasósa:

170 g rjómaostur

1/2 bolli rifinn Cheddar-ostur

1/4 bolli salsa sósa

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°. Hreinsið blómkálið og bútið það niður í munnbita. Setjið það í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið það á hæsta hita í 10 mínútur ásamt rjómanum og smjörinu. Hrærið aðeins í blöndunni og hitið í 6 mínútur til viðbótar. Setjið blómkálið í matvinnsluvél ásamt jalapeno, ostinum og kryddi. Maukið. Setjið í botninn á eldföstu móti. Hrærið síðan rjómaosti, Cheddar-osti og salsa sósu saman og smyrjið yfir. Setjið rifinn ost (bara þennan gamla, góða) og jalapeno ofan á sem skraut og inn í ofn í 40 mínútur. Einfaldara gerist það varla. Ég bar þetta fram með spínati til að friða samviskuna aðeins.

Image

Njótið vel og lengi!

 

Bláberjaljóska með hvítum súkkulaðihjúp – UPPSKRIFT!

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on ágúst 25, 2012

Halló heimur!

Ég fór í sumarbústað um daginn og þar týndi pabbi minn sirka fimm tonn af bláberjum. Ég fékk að stela nokkrum því mig langar svo að elska bláber. Ég er nefnilega enginn berjaaðdáandi en þessi bláber breyttu mér aðeins. Ég er byrjuð að nota bláber í hristinginn minn og ég ákvað meira að segja að baka úr bláberjum. Ég var skeptísk. Hélt að það yrði ógeðslega vont og ömurlegt. En ég hafði rangt fyrir mér. Þessi kaka er algjört dúndur! Hún er svo gómsæt að ég gleymdi að taka mynd af henni þegar ég var búin að setja hvíta súkkulaðið á. Ég fór með hana beint í matarboð og hún var étin upp til agna. Gjöriði svo vel!

Bláberjaljóska með hvítum súkkulaðihjúp

Það sem þarf:

3/4 bolli hveiti

1/4 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1 stórt egg

2 stórar eggjarauður

3/4 bolli sykur

6 msk mjúkt smjör

1/4 bolli sýrður rjómi

1 msk sítrónusafi

2 tsk rifinn sítrónubörkur

1/2 tsk vanilludropar

3/4 bolli fersk bláber

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið hveiti, lyftiduft, og salt saman og setjið skálina til hliðar. Hrærið egg og eggjarauður vel saman. Bætið sykri, smjöri, sýrðum rjóma, sítrónusafa, sítrónuberki og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið allt vel saman. Bætið bláberjunum varlega saman við. Smyrjið form, 20×20 cm, og setjið deigið í formið. Bakið í 30 til 34 mínútur og leyfið kökunni að kólna áður en súkkulaðihjúpurinn er settur ofan á. 

Hvítur súkkulaðihjúpur

Það sem þarf:

1/2 bolli hvítt súkkulaði

1 1/2 msk mjólk

Aðferð:

Setjið hráefnin í skál og inn í örbylgjuofn. Bræðið saman og hellið yfir kökuna.

Njótið vel og lengi!

Fáránlega góðar Daim- og karamellusmákökur – UPPSKRIFT!

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on ágúst 4, 2012

Halló heimur!

Ég er búin að ferðast talsvert í sumar og fyrir eina ferðina ákvað ég að sleppa því að kaupa eitthvað óspennandi kex í kjörbúðinni og baka mitt eigið. Ég sá sko aldeilis ekki eftir því! Þessar smákökur eru svo fáránlega góðar að þær bráðna í munninum. Hver ákvað það að það ætti bara að baka smákökur á jólunum? Bakið þessar núna!

Daim- og karamellusmákökur

Það sem þarf:

230 g mjúkt smjör

170 g sykur

150 g púðursykur

2 egg

2 dl karamellusósa

200 g Daim-kúlur 

100 g haframjöl

1 msk matarsódi

220 g hveiti

2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggjunum saman við, eitt í einu. Svo er karamellusósunni og vanilludropunum bætt saman við og allt hrært vel saman. Bætið síðan Daim, haframjöli, matarsóda og hveiti saman við og hrærið öllu vel saman. Blandan er dálítið blaut þannig að það sakar ekki að kæla hana í ísskáp í um það bil klukkutíma áður en kökurnar eru bakaðar. Það er samt ekki nauðsynlegt. Setjið kökurnar á bökunarpappírsklædda plötu og inn í ofn í tólf til fimmtán mínútur. Ef þær eru í stuttan tíma eru þær seigar og sjúkar, ef þær eru aðeins lengur verða þær stökkar og sjúkar. Ég prófaði bæði. Ljúffengt!

Njótið vel og lengi!

Hollar súkkulaðibitakökur – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on júlí 18, 2012

Halló heimur!

Ég er yfirleitt mjög skeptískt á uppskriftir sem innihalda engan hvítan sykur og ekkert smjör – svokallaðir hollusturéttir. Ég hef reynt að baka svoleiðis með hrikalegum árangri og aldrei hefur þetta „gúmmulaði“ verið gott.

Ég ákvað að gera lokatilraun þegar ég fékk bókina Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur í hendurnar. Bókin er mjög aðgengileg og ég var mjög bjartsýn um að nú myndi ég loksins finna holla uppskrift að bakkelsi sem væri mér að skapi. Fyrsta uppskriftin sem ég prófaði var að súkkulaðibitakökum án hveitis. Ég leyfi uppskriftinni að fylgja með ásamt myndum og ég mæli hiklaust með þessum kökum! Þær gefa sykurhúðuðu smjörbollunum mínum ekkert eftir og eru fáránlega ávanabindandi! Þær fá átta brjóstgóðar Ornellur í baði og ég hlakka til að prófa að baka meira upp úr þessari fallegu bók!

Hráefni: 

300 g möndlumjöl (fékk mitt í Kosti -rándýrt samt!)

1 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk sjávarsalt

2 tsk vanilludropar

1 dl kókosolía (látið volgt vatn renna á krukkuna svo olían verði fljótandi)

1 dl agavesíróp

80 g dökkt súkkulaði, 70% kakóinnihald, fínt saxað

Aðferð:

Njótið vel og lengi!

Heimagerðir kleinuhringir – ekkert mál!

Posted in Bakstur by liljakatrin on júní 20, 2012

Halló heimur!

Í dag bakaði ég kleinuhringi í fyrsta sinn. Já, bakaði. Ég nefnilega keypti mér sérstök kleinuhringjamót á netinu því ég elska að baka. Og kleinuhringir sem eru bakaðir eru nefnilega hollari en þeir sem eru steiktir upp úr fitu og viðbjóði – þó þetta sé svo sem ekkert hollustufæði!

Að baka kleinuhringi var miklu auðveldara en ég hélt – bara ekkert mál. Ég bakaði sex týpur og þær eru allar gómsætar! Gef þeim sjö Ornellur blautar í baði – hiklaust!

Ég mæli með því að kaupa svona kleinuhringjamót, til dæmis á ebay. Kostar skít á kanil og það er skemmtileg nýbreytni að bjóða upp á heimabakaða kleinuhringi á mannamótum!

Fylgist svo með uppskriftunum – þær koma í Séð og Heyrt í næstu viku, mínu síðasta tölublaði sem ritstjóri.

Njótið vel og lengi!

-L

Kit Kat-uppskriftir sem enginn getur staðist!

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on maí 16, 2012

Halló heimur!

Um daginn var ég með Kit Kat-þema í Séð og Heyrt. Sjitt, hvað það var gott! Hérna eru uppskriftirnar – koma svo! Baka!

Stærri útgáfu má finna hér: Kit Kat Kreisíness

Njótið vel og lengi!
-L