Heimili heimskunnar…

Karl Lagerfeld hannar kókflöskur!

Posted in Fréttir, Tíska by liljakatrin on maí 17, 2011

Halló heimur!

Allt er nú til. Tískukóngurinn Karl Lagerfeld hefur hannað þrjár Diet Coke-flöskur sem eru komnar í sölu í Bretlandi. Flöskurnar eru númeraðar 1, 2 og 3 og eiga örugglega eftir að ganga kaupum og sölum á ebay í nánustu framtíð. Það sem gerir þær svolítið grúví er skuggamynd af Karli sjálfum sem prýðir hverja flösku.

Flöskurnar eru aðeins seldar í Harvey Nichols-verslunum og á netinu og kosta þær 1,95 pund flaskan. Það er líka hægt að fá allar þrjár á 9,95 pund í sérstakri gjafaöskju sem var hönnuð af Karli. Fyrsta daginn sem þær voru fáanlegar seldust rúmlega þúsund flöskur.

Skiljanlega – þær eru vel flottar!

Njótið vel og lengi!

-L

Þægilegustu hælaskór í heimi! Kosta 70 þúsund!

Posted in Tíska by liljakatrin on apríl 28, 2011

Halló heimur!

Franski hönnuðurinn Raphael Young hefur fundið mjög vísindalega formúlu fyrir þægilegustu hælaskóm í heimi. Hann allavega heldur því fram og selur skóna, sem heita R-Flex, á heimasíðu sinni. Og hvað er verðmiðinn á þægindum? Jú, um sjötuíu þúsund krónur.

R-Flex er blanda af leðri og gúmmíi sem verður til þess að sólinn er mjög sveigjanlegur. Í innlegginu er latexgel sem lætur manni líða eins og maður sé í strigaskóm, ekki hælaskóm. Þá kemur þetta gel einnig í veg fyrir það að maður snúi sig á ökkla.

R-Flex kemur í ýmsum stílum og mér finnst þetta bara ágætlega sniðugt. Ég held að ég myndi samt ekki borga sjötíu þúsund fyrir eitt par – frekar lifi ég bara eftir orðunum sönnu: Beauty is Pain.

Njótið vel og lengi!

-L

Hrikalegustu augabrúnir í heimi!

Posted in Netið, Tíska by liljakatrin on apríl 13, 2011

Halló heimur!

Æi, hvað er að fólki? Augabrúnasnyrting eru engin geimvísindi!

Njótið vel og lengi!

-L

Gróft svindl hjá H&M!

Posted in Netið, Tíska by liljakatrin on apríl 6, 2011

Halló heimur!

Ég er nýkomin frá Kaupmannahöfn og þræddi þar allar H&M-verslanir að leita að kjólnum sem þið sjáið hér fyrir neðan. Því miður fann ég ekki kjólinn sem ég þráði svo heitt og pantaði hann á mánudaginn fyrir 399 danskar krónur sem er í dýrari kantinum hjá H&M.

Í dag fékk ég meldingu um að það væri byrjuð útsala í H&M-vefversluninni og brá í brún þegar ég sá kjólinn minn þar. Hann er búinn að lækka í 299 danskar krónur en ég gat ekki breytt pöntuninni því það er búið að afgreiða hana.

Það sem mér brá meira við að sjá er að í vefversluninni er því haldið fram að hann hafi áður kostað 599 danskar krónur þegar ég keypti hann á fullu verði fyrir nokkrum dögum á aðeins 399 danskar krónur.

Ég hélt að H&M væri betra en þetta en greinilega ekki.

Njótið vel og lengi!

-L

Tíu heitustu töskurnar árið 2011!

Posted in Tíska by liljakatrin on mars 29, 2011

Halló heimur!

InStyle og StyleFind.com spurðu áhrifamestu stjörnustílistana hvaða töskur væru heitastar í ár og hér er afraksturinn. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst þessi Proenza Schouler-taska trufluð. Trufluð segi ég!

Njótið vel og lengi!

-L

Sex tískutrend sem karlmenn hata

Posted in Netið, Tíska by liljakatrin on mars 28, 2011

Halló heimur!

Þessi vefsíða ákvað að leita til karlpeningsins og athuga hvaða tískutrend þeir hötuðu mest. Nú liggja úrslitin fyrir og mér finnst þau frekar dapurleg – nema þetta með sokkana og sandalana – það er náttúrulega fáránlegt! Og reyndar Ugg-stígvélin en það er bara út af því að ég er komin með ógeð á mínum.

En hérna koma úrslitin stelpur – hvað finnst ykkur?

Njótið vel og lengi!

-L

Ógeðisskór á 90 þúsund!

Posted in Tíska by liljakatrin on mars 18, 2011

Halló heimur!

Ógeðslega ljótir unisex-skór voru kynntir til sögunnar síðasta haust í Mílanó á tískupöllum Prada. Þessir ógeðisskór kosta heilar 92 þúsund krónur parið og voru að koma í verslanir vestan hafs. Og viti menn – þeir seldust upp á augabragði!

Kannski er ég bara svona ótrúlega ósmart en mér finnst þessir skór viðbjóðslega ljótir! Svo heita þeir Creepers! Meira svona eins og Creepy Ugly! Er ég ein um að finnast þetta horbjóður og að þeir verðskuldi ekki einu sinni annað brjóstið á Ornellu í baði?

Njótið vel og lengi!

-L

Langar þig að hressa upp á neglurnar? Tjékkaðu á þessu lakki!

Posted in Tíska by liljakatrin on mars 16, 2011

Halló heimur!

Ég er rosalega mikill gyðingur stundum og þess vegna sökker fyrir kjarakaupum. Ung, falleg og stórkostlega hæfileikarík sminka kynnti mig fyrir naglalakki sem heitir því sjarmerandi nafni Cracked Effect um daginn. Það virkar þannig að maður ber á sig venjulegt naglalakk og síðan Cracked Effect-naglalakkið. Það seinna springur þannig að hinn liturinn kemur í gegn.

Ég keypti mér svona lakk í apóteki um daginn á þrjú hundruð kaddl og var að prófa það því ég var með rosalega tussulegt naglalakk á nöglunum sem ég þurfti hvort sem er að þrífa af. Afraksturinn er brilliant. Ég elska þetta Cracked Effect!

Njótið vel og lengi!

-L

Dýrustu handtöskur í heimi!

Posted in Tíska by liljakatrin on febrúar 23, 2011

Halló heimur!

Já, sæll! Ég tými varla að kaupa mér tösku á fimm þúsund kaddl!

Njótið vel og lengi!

-L

Nýja greiðslan hennar Jennifer Aniston – HEITT!

Posted in Netið, Slúður, Tíska by liljakatrin on febrúar 23, 2011

Halló heimur!

Það var mikið að hún Jennifer Aniston breytti um hárgreiðslu. Þessi elska er búin að vera með sama dúið endalaust lengi en þetta nýja lúkk er alveg að gera sig. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hárið á Jennifer er án efa eitt frægasta hár í heimi. Meira svona Jennifer!

Njótið vel og lengi!

-L