Heimili heimskunnar…

Hollar súkkulaðibitakökur – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on júlí 18, 2012

Halló heimur!

Ég er yfirleitt mjög skeptískt á uppskriftir sem innihalda engan hvítan sykur og ekkert smjör – svokallaðir hollusturéttir. Ég hef reynt að baka svoleiðis með hrikalegum árangri og aldrei hefur þetta „gúmmulaði“ verið gott.

Ég ákvað að gera lokatilraun þegar ég fékk bókina Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur í hendurnar. Bókin er mjög aðgengileg og ég var mjög bjartsýn um að nú myndi ég loksins finna holla uppskrift að bakkelsi sem væri mér að skapi. Fyrsta uppskriftin sem ég prófaði var að súkkulaðibitakökum án hveitis. Ég leyfi uppskriftinni að fylgja með ásamt myndum og ég mæli hiklaust með þessum kökum! Þær gefa sykurhúðuðu smjörbollunum mínum ekkert eftir og eru fáránlega ávanabindandi! Þær fá átta brjóstgóðar Ornellur í baði og ég hlakka til að prófa að baka meira upp úr þessari fallegu bók!

Hráefni: 

300 g möndlumjöl (fékk mitt í Kosti -rándýrt samt!)

1 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk sjávarsalt

2 tsk vanilludropar

1 dl kókosolía (látið volgt vatn renna á krukkuna svo olían verði fljótandi)

1 dl agavesíróp

80 g dökkt súkkulaði, 70% kakóinnihald, fínt saxað

Aðferð:

Njótið vel og lengi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: