Heimili heimskunnar…

Síðasta kvöldmáltíðin með Dexter

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on september 23, 2013

Halló heimur!

Dagurinn í dag var sérstakur. Ég beið allan daginn eftir að koma heim að horfa á lokaþáttinn af Dexter – seríu sem hefur fylgt mér í fjöldamörg ár. Ég vildi því gera þessa stund eftirminnilega.

Ég byrjaði á því að finna hinn fullkomna rétta og versla inn allt sem þurfti. Síðan fór ég út að hlaupa – bæði til að fresta lokastundinni og líka til að brenna einhverjum af þessum kaloríum sem ég myndi innbyrða yfir raðmorðingjanum samviskulausa. 

Loksins manaði ég mig upp í að elda og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Rétturinn var vægast sagt betri en þátturinn sem ég hafði beðið með slíkri eftirvæntingu. Ég veit ekki hvað ég á að skíra þennan rétt til að geta fyllilega lýst því hvað hann er góður. Eftir miklar bollaleggingar sættist ég á nafnið Rögluð ostatýpa. Hér kemur uppskriftin:

Rögluð ostatýpa

Botn

Það sem þarf:

1 blómkálshaus

2 msk rjómi

1 msk smjör

1/4 bolli rifinn Cheddar-ostur

1 msk jalapeno (ég setti ríflega enda elska ég jalapeno)

1/4 tsk hvítlauksduft

salt og pipar

Rjómaostasósa:

170 g rjómaostur

1/2 bolli rifinn Cheddar-ostur

1/4 bolli salsa sósa

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°. Hreinsið blómkálið og bútið það niður í munnbita. Setjið það í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið það á hæsta hita í 10 mínútur ásamt rjómanum og smjörinu. Hrærið aðeins í blöndunni og hitið í 6 mínútur til viðbótar. Setjið blómkálið í matvinnsluvél ásamt jalapeno, ostinum og kryddi. Maukið. Setjið í botninn á eldföstu móti. Hrærið síðan rjómaosti, Cheddar-osti og salsa sósu saman og smyrjið yfir. Setjið rifinn ost (bara þennan gamla, góða) og jalapeno ofan á sem skraut og inn í ofn í 40 mínútur. Einfaldara gerist það varla. Ég bar þetta fram með spínati til að friða samviskuna aðeins.

Image

Njótið vel og lengi!

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: