Heimili heimskunnar…

After Eight-múffur

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on október 10, 2013

Halló heimur!

Ha? Var ég að baka? Neeeei, það getur ekki verið!

Ég ætla ekki að hafa þetta langt. Súkkulaði, meira súkkulaði með dassi af After Eight. Hvað getur klikkað? Akkúrat ekki neitt!

After Eight-múffur

Það sem þarf:

1 1/2 dl sykur

100 mjúkt smjör

2 egg

1 1/2 dl hveiti

1/2 dl kakó

1 1/2 tsk matarsódi

2 tsk sterkt, kalt kaffi

100 g dökkt súkkulaði

12 After Eight-plötur

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið dökkt súkkulaði og smjör saman. Hrærið vel saman og bætið eggjunum út í. Bætið sykrinum við og hrærið vel saman. Blandið hveiti, kakó og matarsóda vel saman í annarri skál og blandið því saman við súkkulaðiblönduna. Skellið síðan kaffinu út í og hrærið. Setjið botnfylli af deigi í 12 möffinsform, síðan eina plötu af After Eight og að lokum meira deig til að hylja After Eight-plötuna. Bakið í sirka tuttugu mínútur.

After Eight-krem

Það sem þarf:

10 After Eight-plötur

50 g dökkt súkkulaði

1/2-1 dl rjómi

Aðferð:

Bræðið saman og hellið yfir kökurnar. Og munið eftir því að skreyta! Dóttir mín sá um það á þessu heimili.

LINEcamera_share_2013-10-10-20-56-07

Ekkert að þessu!

LINEcamera_share_2013-10-10-20-57-13

Skreytingameistarinn!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: