Heimili heimskunnar…

Fáránlega góðar Daim- og karamellusmákökur – UPPSKRIFT!

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on ágúst 4, 2012

Halló heimur!

Ég er búin að ferðast talsvert í sumar og fyrir eina ferðina ákvað ég að sleppa því að kaupa eitthvað óspennandi kex í kjörbúðinni og baka mitt eigið. Ég sá sko aldeilis ekki eftir því! Þessar smákökur eru svo fáránlega góðar að þær bráðna í munninum. Hver ákvað það að það ætti bara að baka smákökur á jólunum? Bakið þessar núna!

Daim- og karamellusmákökur

Það sem þarf:

230 g mjúkt smjör

170 g sykur

150 g púðursykur

2 egg

2 dl karamellusósa

200 g Daim-kúlur 

100 g haframjöl

1 msk matarsódi

220 g hveiti

2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggjunum saman við, eitt í einu. Svo er karamellusósunni og vanilludropunum bætt saman við og allt hrært vel saman. Bætið síðan Daim, haframjöli, matarsóda og hveiti saman við og hrærið öllu vel saman. Blandan er dálítið blaut þannig að það sakar ekki að kæla hana í ísskáp í um það bil klukkutíma áður en kökurnar eru bakaðar. Það er samt ekki nauðsynlegt. Setjið kökurnar á bökunarpappírsklædda plötu og inn í ofn í tólf til fimmtán mínútur. Ef þær eru í stuttan tíma eru þær seigar og sjúkar, ef þær eru aðeins lengur verða þær stökkar og sjúkar. Ég prófaði bæði. Ljúffengt!

Njótið vel og lengi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: