Heimili heimskunnar…

Kit Kat-múffur

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on september 30, 2013

Halló heimur!

Ég er svo ánægð þessa dagana. Ég er nefnilega búin að finna baksturs mojo-ið mitt á ný. Ég held að það tengist því að ég er loksins komin í mitt eigið húsnæði með mitt eigið eldhús. Ég býð ekki í það ef mér áskotnaðist hrærivél. Þá fyrst yrði ég 500 kíló.

En ég bakaði um helgina. Ruglaðar múffur. Vinnufélagarnir skófluðu þessu í sig og báðu næst um After Eight-köku. Challenge Accepted!

Kit Kat-múffur

Það sem þarf:

1 bolli hveiti

1/2 bolli kakó

1/2 tsk matarsódi

1/8 tsk salt

3/4 bolli sykur

1/4 bolli olía

1 egg

1 tsk vanilludropar

2/3 bolli mjólk

2 Kit Kat

Kit Kat í miðjunni

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°. Blandið hveiti, kakói, matarsóda og salti saman. Þeytið sykur, olíu, egg, vanilludropa og mjólk saman í annarri skál og bætið varlega við hveitiblönduna. Setjið botnfylli af deiginu í 12 möffinsform. Brjótið niður 2 Kit Kat (8 lengjur) og deilið í möffinsformin. Setjið síðan meira deig ofan á Kit Kat-in og bakið í 16-18 mínútur.

Karamellukrem

Það sem þarf:

 

115 g mjúkt smjör

2 bollar flórsykur

Smásalt

1/4 – 1/2 bolli karamellusósa

Aðferð:

Hrærið öllu vel saman og skreytið kökurnar. Ekki er verra að gera þær enn fallegri með Kit Kat-bita ofan á. Ég setti appelsínugulan matarlit í mitt krem til að fá smá lit í lífið.

Girnilegt!

Gerist varla betra

Njótið vel og lengi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: