Heimili heimskunnar…

Bestu bollakökur í heimi (staðfest!)

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on október 28, 2013

Halló heimur!

Ég bauð í dásamlegt stelpuboð um helgina og út af því að mér finnst miklu skemmtilegra að baka en að elda bauð ég þeim í bollakökupartí. Ég bakaði fimm sortir, tvær sem ég hef bakað áður, en ákvað svo að prófa eitthvað nýtt.

Ég sé ekki eftir því. Ég fann nefnilega uppskrift af bollakökum með hvítu súkkulaði. Ekki bara það heldur eru líka Lindt-trufflur í þeim. Þetta bakar sig nánast sjálft!

Svo fallegt!

Svo fallegt!

Bestu bollakökur í heimi

Það sem þarf:

1 ¾ bolli hveiti

2 tsk lyftiduft

2/3 bolli mjólk

1 tsk vanilludropar

4 eggjahvítur

6 msk mjúkt smjör

½ bolli sykur

¼ bolli sýrður rjómi

12 Lindt-trufflur, hvítar eða ljósar (ég notaði bæði)

Aðferð:

Hitið ofninn í 170°C. Stífþeytið eggjahvíturnar í tandurhreinni skál. Hrærið hveiti og lyftiduft saman í annarri skál. Blandið mjólk og vanilludropum saman í enn annarri skál. Í fjórðu skálinni hrærið þið síðan saman smjör og sykur. Bætið sýrða rjómanum út í þá blöndu og hrærið vel. Skiptist síðan á að blanda mjólkur- og hveitiblöndunni saman við smjörblönduna. Að lokum er eggjahvítunum blandað varlega saman við með sleikju. Setjið herlegheitin í form og bakið í 15 til 20 mínútur. Skerið lítið X ofan í hverja bollaköku um leið og þið takið þær úr ofninum. Þrýstið Lindt-trufflu ofan í og horfið á gotteríið bráðna ofan í kökuna. Mmmmm. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á.

Deigið verður afskaplega létt og ljóst þegar eggjahvíturnar eru komnar í púkkið.

Deigið verður afskaplega létt og ljóst þegar eggjahvíturnar eru komnar í púkkið.

 

Á leiðinni í ofninn.

Á leiðinni í ofninn.

 

Hafið Lindt-kúlurnar tilbúnar!

Hafið Lindt-kúlurnar tilbúnar!

Hvítt súkkulaðikrem

Það sem þarf:

115 g hvítt súkkulaði

225 g mjúkur rjómaostur

¼ bolli mjúkt smjör

1 tsk vanilludropar

2 bollar flórsykur.

Aðferð:

Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því að kólna í þrjár mínútur. Blandið síðan öllum hráefnum saman og skreytið kökurnar. Ég stóðst ekki mátið og henti matarlit í kremið svo það varð fallega bleikt.

Þessar vilja fá krem!

Þessar vilja fá krem!

Bjútífúl!

Bjútífúl!

 

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Áróra said, on október 28, 2013 at 7:31 e.h.

    Held ég barasta bestu kökur sem ég hef á ævinni smakkað!!!!
    Takk fyrir mig mín kæra :*


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: