Heimili heimskunnar…

Snakkkökur

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on október 23, 2013

Halló heimur!

Nú eru jólin á næsta leiti (jú víst!) og ég ákvað að taka forskot á sæluna og henda í smákökusort. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og flippað og fann þessar gómsætu smákökur. Leynihráefnið er, jú ekkert voðalega leynilegt þar sem það er í fyrirsögninni, snakk! Gjöriði svo vel!

Snakkkökur

Það sem þarf:

225 g mjúkt smjör

1 bolli flórsykur

1 eggjarauða

1 tsk vanilludropar

1 1/2 bolli hveiti

3/4 bolli muldar kartöfluflögur, plús nokkrar til að skreyta með (ég notaði Lay’s með salti)

1/2 bolli grófir súkkulaðibitar

4 msk kökuskraut, plús meira til að skreyta með

Hræra varlega saman muniði!

Hræra varlega saman muniði!

Aðferð:

Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjarauðunni og vanilludropunum saman við. Bætið hveitinu varlega saman við. Hrærið kartöfluflögur, súkkulaði og kökuskraut varlega saman við með sleikju eða sleif. Kælið í 30-60 mínútur. Gerið litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötu, þær dreifa aðeins úr sér við bakstur. Setjið kartöfluflögumulning og kökuskraut ofan á kúlurnar sem skraut og bakið í 10-12 mínútur við 175°C hita. Kælið og skóflið þeim í ykkur!

Litlar dúllur á bökunarplötu!

Litlar dúllur á bökunarplötu!

Ekki bara góðar heldur líka fallegar!

Ekki bara góðar heldur líka fallegar!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: