Heimili heimskunnar…

Bláberjaljóska með hvítum súkkulaðihjúp – UPPSKRIFT!

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on ágúst 25, 2012

Halló heimur!

Ég fór í sumarbústað um daginn og þar týndi pabbi minn sirka fimm tonn af bláberjum. Ég fékk að stela nokkrum því mig langar svo að elska bláber. Ég er nefnilega enginn berjaaðdáandi en þessi bláber breyttu mér aðeins. Ég er byrjuð að nota bláber í hristinginn minn og ég ákvað meira að segja að baka úr bláberjum. Ég var skeptísk. Hélt að það yrði ógeðslega vont og ömurlegt. En ég hafði rangt fyrir mér. Þessi kaka er algjört dúndur! Hún er svo gómsæt að ég gleymdi að taka mynd af henni þegar ég var búin að setja hvíta súkkulaðið á. Ég fór með hana beint í matarboð og hún var étin upp til agna. Gjöriði svo vel!

Bláberjaljóska með hvítum súkkulaðihjúp

Það sem þarf:

3/4 bolli hveiti

1/4 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1 stórt egg

2 stórar eggjarauður

3/4 bolli sykur

6 msk mjúkt smjör

1/4 bolli sýrður rjómi

1 msk sítrónusafi

2 tsk rifinn sítrónubörkur

1/2 tsk vanilludropar

3/4 bolli fersk bláber

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið hveiti, lyftiduft, og salt saman og setjið skálina til hliðar. Hrærið egg og eggjarauður vel saman. Bætið sykri, smjöri, sýrðum rjóma, sítrónusafa, sítrónuberki og vanilludropum saman við og hrærið vel saman. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið allt vel saman. Bætið bláberjunum varlega saman við. Smyrjið form, 20×20 cm, og setjið deigið í formið. Bakið í 30 til 34 mínútur og leyfið kökunni að kólna áður en súkkulaðihjúpurinn er settur ofan á. 

Hvítur súkkulaðihjúpur

Það sem þarf:

1/2 bolli hvítt súkkulaði

1 1/2 msk mjólk

Aðferð:

Setjið hráefnin í skál og inn í örbylgjuofn. Bræðið saman og hellið yfir kökuna.

Njótið vel og lengi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: