Heimili heimskunnar…

Veitingahúsagagnrýni: Hamborgarafabrikkan

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 31, 2010

Halló heimur!

Ég er búin að fara nokkrum sinnum á Hamborgarafabrikkuna sem er afrek út af fyrir sig miðað við hvað þeir félagar Simmi og Jói fóru miklum hamförum í plöggi áður en staðurinn opnaði. En það hefur greinilega skilað sér því það er alltaf fullt þarna. Sjónvarpsþátturinn um opnun staðarins var samt algjört overkill.

Ég hef prófað þrjár tegundir af borgara, salatvefjur og Sesar-salat á fabrikkunni. Salatvefjurnar hljóta tvímælalaust vinninginn. Sesar-salatið var líka fínt en ekkert miðað við Sesar-salatið á Vegamótum – það toppar það enginn.

Þá er komið að borgurunum. Þeir eru vissulega góðir en þeim vantar þetta extra úmf sem ég leita að í hamborgara þegar ég fer út að borða. Hamborgararnir á fabrikkunni eru aðeins of venjulegir fyrir minn smekk. Ég gæti alveg eins eldað þá heima hjá mér – svo auðvelt er að kopera uppskriftirnar.

Ég fékk mér Forsetann um daginn sem er með parmaskinku og brie-osti. Ég sver það að heilt brie-oststykki var sett á borgarann hjá mér. Svo mikið var magnið að mér var bumbult allan daginn.

Þjónustan á fabrikkunni er mjög góð og umhverfið hið fínasta. En maturinn dregur staðinn niður í Ornellugjöf og fær hann því bara þrjár blautar Ornellur í baði – mínus freyðibað, Fresita og kerti.

Njótið vel og lengi!

-L

Twilight-hönk á perunni

Posted in Slúður by liljakatrin on ágúst 31, 2010

Halló heimur!

Twilight-töffarinn Robert Pattinson er talinn einn heitasti maður heims en hann var ekkert rosalega heitur í gærkvöldi þegar hann fékk sér aðeins í aðra tána – jafnvel báðar. Hann er meira andsetinn á myndunum en sexí.

Djöfull hlýtur að vera gaman að hafa myndavélar á hverju strái þegar maður fær sér í glas. Hressandi að láta pósta myndum af sér út um allt. Sjit, hvað ég gæti aldrei verið fræg.

Njótið vel og lengi!

-L

Ég get sungið eins og feitur blökkumaður

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 31, 2010

Halló heimur!

Ég er ýmsum hæfileikum gædd. Minn helsti hæfileiki er að geta sungið eins og blökkumaðurinn Aaron Neville sem er með ansi sérstaka söngrödd. Best tek ég dúettinn með Lindu Ronstadt – I don’t know much. Ég sver það að þeir sem á þann flutning hlýða fella tár og átta sig á því að þeir hafa ekki kynnst ástinni í sínu hreinasta formi.

Njótið vel og lengi

-L

Þetta getur ekki verið góð mynd

Posted in Netið by liljakatrin on ágúst 31, 2010

Halló heimur!

Kvikmyndin Burlesque er væntanleg í kvikmyndahús vestan hafs eftir nokkrar vikur. Í aðalhlutverkum eru engar aðrar en dívurnar Christina Aguilera og Cher.

Christina leikur Ali, smábæjarstelpu með stóra rödd og mikinn metnað, sem fer til Hollywood til að meika það (sjitt hvað þetta er frumlegur söguþráður). Hún finnur klúbb sem rekinn er af fyrrum dansara (það hlutverk fær Cher að sjálfsögðu) og Ali verður ástfangin af listforminu burlesque.

Jahá! Mér finnst alltaf mjög varasamt að setja söngkonur í aðalhlutverk í bíómyndum – hvað þá tvær. En Cher getur vissulega leikið og sannaði það hvað best í myndinni Mask árið 1985. En Christina Aguilera? Getur hún leikið?

Það er kannski vöntun á leikkonum sem geta líka sungið og verið sexí sem er náttúrulega mikið vandaverk.

Plakatið er allavega flott.

Njótið vel og lengi

-L