Heimili heimskunnar…

Veitingahúsagagnrýni: Hamborgarafabrikkan

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 31, 2010

Halló heimur!

Ég er búin að fara nokkrum sinnum á Hamborgarafabrikkuna sem er afrek út af fyrir sig miðað við hvað þeir félagar Simmi og Jói fóru miklum hamförum í plöggi áður en staðurinn opnaði. En það hefur greinilega skilað sér því það er alltaf fullt þarna. Sjónvarpsþátturinn um opnun staðarins var samt algjört overkill.

Ég hef prófað þrjár tegundir af borgara, salatvefjur og Sesar-salat á fabrikkunni. Salatvefjurnar hljóta tvímælalaust vinninginn. Sesar-salatið var líka fínt en ekkert miðað við Sesar-salatið á Vegamótum – það toppar það enginn.

Þá er komið að borgurunum. Þeir eru vissulega góðir en þeim vantar þetta extra úmf sem ég leita að í hamborgara þegar ég fer út að borða. Hamborgararnir á fabrikkunni eru aðeins of venjulegir fyrir minn smekk. Ég gæti alveg eins eldað þá heima hjá mér – svo auðvelt er að kopera uppskriftirnar.

Ég fékk mér Forsetann um daginn sem er með parmaskinku og brie-osti. Ég sver það að heilt brie-oststykki var sett á borgarann hjá mér. Svo mikið var magnið að mér var bumbult allan daginn.

Þjónustan á fabrikkunni er mjög góð og umhverfið hið fínasta. En maturinn dregur staðinn niður í Ornellugjöf og fær hann því bara þrjár blautar Ornellur í baði – mínus freyðibað, Fresita og kerti.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. -sms said, on ágúst 31, 2010 at 9:45 e.h.

    Hverrnig er Ornellugjöfin uppsett? Ég verð að fá að vita það – bara verð.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: