Heimili heimskunnar…

Hrikalegustu tískuslys allra tíma!

Posted in Tíska by liljakatrin on ágúst 27, 2010

Halló heimur!

Emmy-verðlaunin verða afhent á sunnudaginn og því ekki úr vegi að líta um öxl og rifja upp nokkur hryllileg tískuslys á liðnum hátíðum.

Mér finnst fyndið að stjörnurnar eru alltaf dæmdar í bak og fyrir fyrir að klæðast þessum hryllingi en það er aldrei spáð í því á hvaða efnum hönnuðurinn var þegar hann hannaði þetta, sem varla er hægt að kalla föt.

Ef þið setjið músina yfir myndina sjáið þið nafnið á stjörnunni sem klæddi sig á spítti í myrkrinu.

Njótið vel og lengi!

-L

Hún er alveg sjóðandi heit!

Posted in Slúður by liljakatrin on ágúst 27, 2010

Halló heimur!

Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi Jessicu Simpson. Tónlistin hennar lætur mér líða eins og lífið hafi engan tilgang og persónuleiki hennar hefur alltaf farið í taugarnar á mér – þangað til núna.

Jessica er búin að bæta á sig og það fer ekki framhjá neinum en djöfull fer það henni vel. Hún er komin með einhverjar riiiisa túttur, flottar mjaðmir og mjög myndarlegan rass. Klæðir sig svo í níðþröngan kjól til að undirstrika þessar gordjöss línur sem hún er með. Hún er örugglega sirka tuttugu kílóum léttari en ég en lítur samt út eins og hvalur í samanburði við tannstönglana í Hollywood. En hún er bara heilbrigð. Ótrúlega fersk og segist vera mjög sátt við líkama sinn. Flott hjá henni. Hún má líka alveg vera það – hún er sjóðandi heit og orðin góð fyrirmynd þessi elska – svo lengi sem hún tekur ekki upp á því að fara að gefa út einhver horbjóðslög aftur.

Gaman að segja frá því að þessum myndum fylgdi fyrir sögnin: Pregnant or just a little overweight?! Hálfvitar!

Njótið vel og lengi!

-L

Ég á eftir að tjúllast í þessari búð!

Posted in Tíska by liljakatrin on ágúst 27, 2010

Halló heimur!

Akkúrat á þessum tíma eftir tvær vikur verð ég stödd í Stokkhólmi að versla af mér rassgatið. Ég held að ég eigi eftir að missa mig í þessari búð og öllum dásamlegu barnafötunum. Er eitthvað verið að grínast með hvað þetta er sætt?!

Njótið vel og lengi!

-L

Ævintýralegt pestó úr afgöngum

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on ágúst 27, 2010

Halló heimur!

Í gær gerði ég svolítið alveg hrikalega flippað. Ég átti spínat sem var að verða ónýtt en mig langaði ekki að henda því. Þá fékk ég hugljómun: Hví ekki að prófa spínatpestó?

Ég skellti spínatpokanum, sirka 3/4 eftir í honum, í matvinnsluvélina ásamt tveimur hvítlauksgeirum, salti, pipari og dashi af ólífuolíu. Ég átti engar furuhnetar en fann gamlan, hálfan möndlupoka inni í skáp sem ég hellti út í. Blandaði öllu saman og var mjög skeptísk á þessa blöndu. En viti menn – þetta pestó er sjúkt! Meira að segja pabba fannst það gott en hann vill helst bara lifa á kartöflum og bjúgum.

Njótið vel og lengi!

-L