Heimili heimskunnar…

Frábær staður fyrir fyrsta deit

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 5, 2010

Halló heimur!

Ég er búin að vera á pikkföstu síðan nokkrum mánuðum fyrir fæðingu þannig að ég vona að mín fyrstu deit heyri sögunni til. En um daginn fór á Fiskfélagið sem mér finnst vera rosalega solid staður fyrir fyrsta deit. Eða mér finnst það ekkert. Ég veit það!

Er ég settist niður með fallegum konum fattaði ég að mitt fyrsta deit með mínum heittelskaða var akkúrat á Fiskfélaginu. Þarna vorum við, tvær ókunnugar manneskjur en ég samt kasólétt, spikfeit, helbjúguð og drop dead gordjöss. Og ég borgaði reikninginn. Þriggja rétta með víni þakka ykkur fyrir. Kellan kann etta.

Veitingahúsagagnrýni um Fiskfélagið kemur síðar en ástæðan fyrir því að þetta er svona góður deit staður er að inni á staðnum er stærsti leslampi í heimi. Og þegar ég skrifa stærsti meina ég STÆRSTI! Hann er huge. Hann er jafnlangur og staurfóturinn á Birni Blöndal er þegar maður notar framlengingarfeaturinn. Huge! Go go gadget leg!

Svo skemmir ekki fyrir að það eru uppstoppuð, exótísk dýr allt í kringum hann.

Fullkominn staður til að melta matinn og lesa fyrir hvort annað. Er það ekki annars það sem fólk gerir á deitum nú til dags?

Njótið vel og lengi!

-L

Lagaðu spöngina fyrir 4.400 kaddl!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 5, 2010

Halló heimur!

Ég fór á fótaaðgerðarstofu Reykjavíkur í dag sem staðsett er í verslunarkjarnanum Miðbæ á Háaleitisbraut. Skil nú reyndar ekki af hverju kjarni i Háaleitinu er kallaður Miðbær en ég gef þeim punkt fyrir að reyna að vera kúl.

Þessi fótaaðgerðarstofa er víst sú besta í bænum og því ákvað ég að fara þangað til að kaupa gjafakort handa móður minni sem er búin að vera svo yndisleg að passa dóttur mína síðasta mánuðinn. Og móðir mín á aðeins skilið það besta.

Er ég leit yfir verðskrána og svitnaði aðeins sá ég eitthvað sem kallast „spangarmeðferð“. Það fór litli hrollurinn um mig er ímyndunaraflið byrjaði að reika um hvað fælist í þessari spangarmeðferð. Kæmu konur á fótaaðgerðarstofu til að smella fótunum upp í loft og laga eitthvað sem þær sjá ekki nema þær séu búnar að brjóta nokkur rifbein?

Svo las ég lengra. „1 spöng 4.400 kr. 2 spangir 8.800 kr. Færsla/lagfæring 1 spöng 3.600 kr. Færsla/lagfæring 2 spangir 4.600 kr.“

Jesús minn góður! Eru konur í alvörunni að koma á fótaaðgerðarstofu SAMAN til að glenna sig og spjalla á meðan einhver kona fitlar í spöngunum á þeim með latexhanska og óaðfinnanlegar táslur? Ég kúgaðist næstum því. Var þetta eitthvað sem ég ætti að pæla í? Væri spöngin á mér svona ógeðsleg? Ætti ég að biðja um spegil til að fá að sjá ógeðið?

Ég gat ekki stillt mig um að spyrja afgreiðslukonuna hvað þetta væri. Ég hálfkveið svarinu en var samt spennt. Þá sagði hún með bros á vör:

„Ég get nú bara sýnt þér það. Ég er með svoleiðis.“

Hér skal tekið fram að ég var með barn í fanginu og alls ekki tilbúin til að sjá spöngina á ókunnugri konu. Ætlaði hún bara að gyrða niður um sig og flagga dýrindisspöng og sannfæra mig um að ég þyrfti svoleiðis líka. Væri hún kannski alsett demöntum og fallegum keðjum?

Er hún gekk hægum skrefum til mín var ég næstum því búin að hlaupa út en gellan var með debetkortið mitt og mamma þarf að láta dekra við sig.

Þegar ég sá hvað þessi spangarmeðferð er létti mér gífurlega. Um er að ræða spöng sem er sett undir nögl ef hún vex ofan í skinnið. Þá vitið þið það.

Njótið vel og lengi!

-L

Er hann að djóka með þetta?

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 5, 2010

Halló heimur!

Ég veit fullvel að það er mikill munur á stelpum og strákum (já ég er enn stelpa þó ég nálgist þrítugsaldurinn á ógnarhraða!) Munurinn er ekki bara líkamlegur heldur andlegur en eitt skil ég ekki með stráka.

Þeir slúðra ekki, þeir spyrja ekki spurninga, þeir eru ekki forvitnir.

Þegar ég fer á djammið með vinkonum mínum og ein þeirra fer heim með gaur hringi ég strax í hana daginn eftir (nógu seint samt svo gaurinn sé ekki með henni) til að fá að vita öll details. Fóru þau í sleik? Sváfu þau saman? Var hann góður í sleik? Var hann góður í rúminu? Svaf hann í sokkunum? Fékk hún númerið hjá honum? Var hann bjór-sætur eða í alvörunni sætur? Býr hann heima hjá mömmu sinni? Vinnur hann kannski í grænmetinu í Hagkaupum? Og svona gæti ég lengi talið upp…

Þegar vinur kærastans míns fer heim með gellu hljómar símtalið svona:

„Hvaða stelpa var þetta sem þú fórst með?“

„Æi bara stelpa sem ég þekki.“

„Hvað gerðist?“

„Við fórum heim saman.“

Punktur! Símtalið búið! Stundum er það ekki einu sinni svona langt. Stundum spyr hann bara ekkert um þessa stelpu. Stundum hringir hann ekki einu sinni. Ef hann gerist svo djarfur að hringja í félagann ligg ég á hleri og er svo uppfull af spurningum þegar samtalið er búið. Er hún sæt? Hvað heitir hún? Er hún á Facebook? Geturðu sýnt mér mynd af henni? Er hann skotinn í henni? Er hún massa boddí eða hvalur? Og svo framvegis…

Ég fæ aldrei svör við þessum spurningum því honum finnst þær ekki „skipta máli“! Kommon! Gæs…eruð þið að djóka með þetta?

Er ég kannski bara svona vangefið forvitin eða er kærastinn minn algjörlega laus við áhuga á þekkingu og slúðri? Hann les allavega alltaf Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L