Heimili heimskunnar…

Súpersætt og gómsætt sælgæti – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on júní 16, 2011

Halló heimur!

Í gærkvöldi ákvað ég að dýfa mér í nýjasta æðið (no pun intended) og baka svokallaða „cake pops“. Cake pops eru bara kökur á priki. Þar sem ég var að prófa þetta í fyrsta sinn ákvað ég að sleppa því að fjárfesta í prikum (sem fást til dæmis í þessari unaðsverslun) og gera „cake pops“ án prika sem má alveg.

Ég var ekki viss hvernig þetta yrði en my oh my. Þessar kökur eru svo góðar að þær eru yfir Ornellur í baði hafnar. Ornella ætti að vera að borða þær í morgunmat.

„Cake pops“ minus the stick

Það sem þarf:

1 pakki Betty Crocker Devil’s Food Cake Mix

50 g mjúkt smjör

3 bollar flórsykur

Vanilludropar

1 egg

Súkkulaði til bræðingar (ég notaði dökkt, ljóst og hvítt)

Alls konar skraut og fínerí

Aðferð: 

Byrjið á því að baka Betty Crocker-kökuna eins og stendur á pakkanum (nota bene: í mixið þarf olíu og 3 egg). Takið hana út og látið kólna alveg. Búið til smjörkrem úr smjörinu, vanilludropunum, flórsykrinum og egginu (sjá uppskrift hér). Myljið kökuna í skál og blandið smjörkreminu saman við. Ekki láta of mikið af kreminu því þá verður blandan of blaut. Mótið litlar kúlur úr blöndunni og setjið í frysti í fimmtán til tuttugu mínútur. Bræðið súkkulaði og dýfið kúlunum ofan í og skreytið að vild. Látið súkkulaðið harðna og borðið. Nammi! Þetta er fáránlega auðveld uppskrift og þarf maður ekki að vera snillingur í bakstri til að púlla hana. Hins vegar er mikið um bið en hún er þess virði þegar maður fær að skreyta lostætið í öllum regnboganslitum.

Ef hins vegar þið notið pinna í kökurnar þá þarf að stinga toppi pinnans ofan í súkkulaðið áður en honum er stungið í kúluna og henni dýft ofan í. Einnig þarf að undirbúa einhvers konar stað (frauðplast eða ávöxt) til að stinga pinnunum ofan í á meðan súkkulaðið harðnar. Af fenginni reynslu er auðveldara að nota pinnana.

Easy breeze beautiful!

Njótið vel og lengi!

-L

Færðu inn athugasemd