Heimili heimskunnar…

Hafrakex- og sykurpúðamúffur – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on júní 17, 2011

Halló heimur!

Já ég er bakstursóð. Bakaði aftur í dag. Í þetta sinn var það uppskrift sem ég fann hér. Ég reyndar sleppti súkkulaðinu ofan á og sykurpúðanum því ég átti ekki súkkulaði og þær eru alveg nógu sætar án fínerísins ofan á. Fínt fyrir þá sem eru nýliðar í bakstri að skoða myndirnar á uppskriftarsíðunni ef þið eruð í vafa. En hér kemur þessi dýrindisuppskrift.

Hafrakex- og sykurpúðamúffur

Deigið

Það sem þarf:

1 1/2 bolli hveiti

1 1/2 bolli sykur

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

3/4 bolli kakó

3/4 bolli hafrakex

1 bolli mjólk

2 egg

2 tsk vanilludropar

1/2 bolli olía

Stórir sykurpúðar – skornir í fjóra parta

Hafrakex-„topping“

Það sem þarf:

1/2 bolli púðursykur

1/2 bolli hafrakex

50 g bráðið smjör

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og matarsóda saman í skál. Skiptið blöndunni í tvennt og hafið í tveimur mismunandi skálum. Blandið kakóinu í eina skál og hafrakexi í hina. Bætið hálfum bolla af mjólk, einu eggi, einni teskeið af vanilludropum og 1/4 bolla af olíu við kakóblönduna og blandið vel saman. Bætið sömu hráefnum við hafrakexblönduna og blandið vel saman. Búið til hafrakex-„topping“ með því að setja púðursykur og hafrakex í litla skál og hellið smjörinu yfir. Hrærið þangað til þetta blandast allt vel saman. Setjið botnfylli af hafrakexblöndunni í múffuform og stráið smá hafrakex-„topping“ ofan á. Setjið sykurpúða í miðjuna og þekið hann með kakóblöndunni. Setjið loks smá meira „topping“ ofan á. Bakið múffurnar í um það bil fimmtán mínútur. Það getur lekið smá úr þeim þannig að það er fínt að hafa örk af bökunarpappír neðst í ofninum. Ég fékk þrettán múffur úr þessari uppskrift.

Ef þið viljið láta súkkulaði ofan á verðið þið að kæla múffurnar áður en það er gert. Krúttlegt að skreyta með sykurpúða til að fullkomna sykurvímuna.

Njótið vel og lengi!

-L

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: