Heimili heimskunnar…

Baking Soda

Posted in Bakstur by liljakatrin on júní 29, 2010

Halló heimur!

Mér finnst alveg ógeðslega gaman að baka sem er minn helsti veikleiki því ég hata heldur ekkert að borða það sem ég baka. Og á þessu heimili er ekki stuðst við hrásykur eða spelthveiti…oooo neeeei! Fullt af sykri, fullt af hveiti, fullt af ást og fitu! Kökur eiga líka að vera fitandi!

Þar sem ég er einkar lunkin að baka köku með hrikalega góðu kremi á langaði mig að deila kremuppskriftinni með ykkur. Þetta er auðveldasta krem í heimi og það laaangbesta sem ég hef smakkað. Án gríns, þá gæti ég étið það eintómt. Gjöriði svo vel:

Það sem þarf:

50 gr. mjúkt smjör
3 bollar flórsykur
1 egg
1 tsk. vanilludropar
3 msk. kakó

Aðferð:

Hrærið saman smjörlíki og flórsykur þangað til það hefur blandast vel. Bætið eggi í og hrærið. Því næst vanilludropum og kakó og hrærið vel. Voila, kremið er tilbúið.

ATHUGIÐ:

Ef þið viljið hafa kremið í einhverjum flippuðum lit sem er sniðugt í barnaafmæli eða á flottar muffins þá setjið þið bara matarlit í staðinn fyrir kakó 🙂 Samt ekki þrjár matskeiðar…bara smá lögg…

Njótið vel og lengi!
-L

Auglýsingar

2 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. […] á kökuna í staðinn fyrir kremið hér að ofan. Sjá frábæra súkkulaðikremsuppskrift hér. #gallery-1 { margin: auto; } #gallery-1 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; […]

  2. […] Búið til smjörkrem úr smjörinu, vanilludropunum, flórsykrinum og egginu (sjá uppskrift hér). Myljið kökuna í skál og blandið smjörkreminu saman við. Ekki láta of mikið af kreminu […]


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: