Heimili heimskunnar…

Rosalega er ég fegin!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 18, 2010

Halló heimur!

Ég velti því mikið fyrir mér hvað ég ætti að kjósa fyrir kosningarnar í ár. Ég var eiginlega alveg búin að ákveða að kjósa Besta flokkinn því eins og svo mörgum öðrum fannst mér mikil þörf á nýtt blóð í þetta rotna þjóðfélag. Daginn fyrir kosningar skipti ég um skoðunn. Er ég sá Jón Gnarr, mitt æskuátrúnaðargoð, ítrekað svara ekki spurningum og taka þessu sem besta brandara mankynnssögunnar (sem þetta er) gat ég með engu móti sett X við Besta flokkinn.

Ég er rosalega fegin í dag að hafa ekki sett X á þann stað. Hvað er þessi flokkur búinn að gera fyrir mig? Jú, ekki nokkurn skapaðan hlut. Mér sýnist sem svo að allt trukk sé sett í miðbæinn og ég efast stórlega um það að öllum þessum milljónum verði varið í það að gera Breiðholtið meira aðlaðandi. Ég er úr Breiðholtinu og stolt af því en við verðum að horfast í augu við staðreyndir – Breiðholtið er og verður alltaf út undan. Það er öllum sama um Breiðholtið. Bara villingar og innflytjendur eins og maður heyrir svo oft. Versta hverfið í Reykjavík – þó þeir sem hafa búið þar viti að það er ekki raunin.

Mér finnst gott framtak hjá Besta að gefa krökkum ókeypis í sund, þó það snerti mig ekkert persónulega. En það að einbeita sér að því að breyta nafni Miklatúns í Klambratún hef ég ekki skilið. Hingað til hefur túnið gengið undir tveimur nöfnum og gengið ágætlega. Held að ég geti með sanni sagt að engin stórvægileg og lífshættuleg óhöpp hafi átt sér stað vegna nafnamisskilnings á þessu blessaða túni. Og hvað er það að gera Hverfisgötu að hjólreiðastíg? Ég held að borgarstjóri geri sér ekki grein fyrir bílastæðaþrengd sem fylgir annasömum sólardegi í miðbænum.

Ég skil samt mæta vel þá sem kusu Besta flokkinn og tel ég að Jón Gnarr sé ekki bara fyndinn heldur klár og mikill hugsjónamaður. Ég held einmitt að pólitíkusar þurfa að hafa dash af hugsjón, gáfum og framtíðarsýn. Því miður virðist þessi blanda ekki finnast í stjórnmálamönnum á Íslandi – en hún finnst í Jóni Gnarr. Hann mætti því alveg hætta að vera fyndinn og taka þessu djobbi alvarlega. Brandarinn er búinn – alvaran er tekin við. Er sjéns að hann geti gert Reykjavík aftur skemmtilega?

Njótið vel og lengi!

-L

Færðu inn athugasemd