Heimili heimskunnar…

Þegar ég breyttist í mömmu

Posted in mamma by liljakatrin on ágúst 15, 2011

Halló heimur!

Móðir mín blessunin eru úr Fljótunum í Skagafirði og var því ávallt haldið í langferð á sumrin á mínum uppvaxtarárum og þessi „fallegasti fjörður landsins“, eins og móðir mín heldur fram, heimsóttur.

Þetta var að sjálfsögðu fyrir tíma Hvalfjarðarganganna og í huga lítillar stúlku tók það heila eilífð að komast í Fljótin. Oftar en ekki sat ég í miðjunni, sem ég þoldi ekki, á milli tveggja eldri systra sem höfðu gerst svo séðar að taka upp vel valin lög með Michael Jackson, U2, Simply Red og Duran Duran sem þær hlustuðu á vasadiskóunum sínum á meðan mér drepleiddist.

Eins og ungum krökkum sæmir spurði ég reglulega hvað væri eiginlega langt í þessi Fljót.

„Smástund,“ svaraði móðir mín um hæl er við keyrðum inn í Hvalfjörðinn.

Eftir fleiri ferðir í Fljótin en góðu hófu gegnir vitkaðist ég og fattaði að móðir mín var bara að ljúga. Það tók enga smástund að keyra í Fljótin. Það tók marga klukkutíma. Því brá ég á það ráð að spyrja fyrst mömmu hvað væri langt eftir og snúa mér svo að föður mínum sem sagði alltaf sannleikann.

„Það eru að minnsta kosti fjórir tímar.“

Um verslunarmannahelgina keyrði ég norður með mína fjölskyldu – kærasta, dóttur og fimm ára stjúpson. Við Esjurætur blossaði óþolinmæðin upp í stjúpsyninum og hann spurði í fyrsta en alls ekki seinasta sinn hvað væri langt eftir. Kærasti minn sneri sér að honum og sagði sannleikann, rétt eins og faðir minn gerði forðum.

„Það er rosalega langt eftir.“ Þegar leið á ferðina og röðin komin að mér að svara hvenær við yrðum eiginlega komin svaraði ég, algjörlega án þess að hugsa.

„Eftir smástund.“

Ég breyttist í móður mína um verslunarmannahelgina.

____

Móment úr 33. tölublaði Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: