Heimili heimskunnar…

Súkkulaði- og hnetudraumur – uppskrift!

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on júlí 14, 2011

Halló heimur!

Hérna kemur uppskrift af alveg dúndurgóðum smákökum. Ekki skemmir fyrir að þetta er alveg fáránlega einfalt.

Súkkulaði- og hnetusmákökur

Það sem þarf:

170 g dökkt súkkulaði

2 eggjahvítur

1 dl sykur

nokkrir dropar sítrónusafi

1-2 tsk vanilludropar eða -sykur

150 g hnetur að eigin vali (ég notaði 100 g heslihnetur og 50 g pekanhnetur)

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni og hrærið vel í. Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær verða að eins konar froðu (1-2 mínútur). Bætið þá sykrinum í smátt og smátt og hrærið vel á milli (ca. 5 mínútur). Bætið sítrónusafa og vanilludropum við og hrærið saman. Þá er komið að því að hræra bráðna súkkulaðinu og hnetunum saman við – það er gert með sleif og afar  varlega. Setjið litlar kúlur á bökunarplötu og hafið smá bil á milli því þær stækka aðeins. Bakið í ca. 10 mínútur við 175°c hita. Ljúffengt!

Njótið vel og lengi!

-L

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: