Heimili heimskunnar…

EKKI GERA ÞETTA!

Posted in mamma by liljakatrin on júní 3, 2011

Halló heimur

Skoðanir eru eins og rassgöt – það eru allir með þær. Á þessari nýju upplýsingaöld eru allir sérfræðingar með skoðanir á því hvernig þú átt að lifa lífi þínu. Þú átt að gjöra svo vel að hlusta á þetta fólk sem er allt „mjög vel menntað“ og hefur „gríðarlega reynslu“ á sínu sviði. Alls ekki hlusta á hjarta þitt og líkama. Það er náttúrulega barnalegt.

Alls ekki gefa barninu þínu kjötfars fyrir tólf mánaða aldur. Ekki láta það út í vagn því þá gæti það kafnað. Ekki láta þér detta í hug að kaupa handa því krukkumat. Ætlarðu í alvörunni að láta barnið þitt í næturpössun? Ji, hvað þú ert hræðileg móðir. Gefurðu dóttur þinni þurrmjólk? Æi, greyið hún.

Ekki borða hveiti, ger eða hvítan sykur. Það drepur þig. Ekki hlaupa bara endalaust – þú verður að lyfta. Það brennir fitu. Ekki borða popp – það drepur þig. Ætlarðu að láta þessa kökusneið ofan í þig? Veistu hvað eru margar kaloríur í henni? Þú mátt alls ekki fitna meira. Vertu með sjálfstraustið í botni – annars kemstu aldrei áfram í lífinu. Lestu sjálfshjálparbækur. Farðu á sjálfsstyrkingarnámskeið. Borðaðu vegan – það er hollast. Slepptu kolvetnum – þá verður þú mjó. Farðu á þennan kúr – hann breytir lífi þínu!

Nenniði ekki bara öll að grjóthalda kjafti?

Ég hef verið offitusjúklingur. Ég hef borðað nammi þangað til ég ældi. Ég borða popp að minnsta kosti tvisvar í viku. Ég borða köku þegar mig langar í hana. Ég hef prófað að borða ekki kjöt – mér fannst það ekkert spes. Ég er með lítið sjálfstraust en spjara mig. Ég er allavega enn á lífi. Og dóttir mín – aðeins einu sinni hef ég verið frá vinnu vegna þess að hún var veik. Hún elskar ekkert meira en unnar kjötvörur og skóflaði í sig krukkumat eins og enginn væri morgundagurinn þegar hún var yngri.

Má ég ekki bara lifa mínu lífi eins og mér sýnist?

____

Móment í 22. tölublaði Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

2 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. Silja Jóh. said, on júní 3, 2011 at 4:04 e.h.

    Flottur pistill hjá þér og gæti ekki verið meira sammála!

  2. Svanhvít said, on júní 3, 2011 at 8:04 e.h.

    Vá svo sammála þér, alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: