Heimili heimskunnar…

Kanos kanill!

Posted in mamma by liljakatrin on maí 17, 2011

Halló heimur!

Ég fæddist með gölluð augu. Það tók móður mína samt nokkur ár að viðurkenna það. Systur mínar voru duglegar að benda henni á að ég væri bullandi rangeygð og sæti alltaf ofan í sjónvarpinu til að sjá eitthvað en móðir mín tók það ekki í mál að eitthvað væri að yngstu dóttur sinni. Ég var jú fullkomin í hennar fullkomnu augum.

Fyrstu fimm ár ævi minnar lifði ég því í móðu – með tilheyrandi slysum og uppákomum.

Ein af þessum uppákomum er mér sérstaklega minnisstæð.

Það var á gullaldarárum Fellahverfisins þegar verslun blómstraði. Í Fellunum var verslunin Kron, bakarí, kvenfataverslun, hárgreiðslustofa, sjoppa, bókabúð, Allt (sem seldi, eins og nafnið gefur til kynna, allt milli himins og jarðar) og síðast en ekki síst – banki.

Einn daginn fór ég með móður minni og tveimur systrum í bankann. Þar sem ég nennti ekki að hanga inni í bankanum beið ég fyrir utan að leika mér. Eftir smástund var ég orðin leið á biðinni, kom auga á móður mína handan glerhurðanna og tók á rás í átt að henni.

Búmm! Mitt litla, gallaða smetti bombaði sér beint á glerhurðina.

„Kanill!“ hrópaði önnur systir mín upp yfir sig. Kanill var gælunafnið mitt. Ekki spyrja mig af hverju. Stundum var ég meira að segja kölluð Kanos kanill.

Á svipstundu beindust allra augu að mér og fyrr en varði froðufelldu allir viðskiptavinir bankans af hlátri.

Stuttu seinna fór ég til augnlæknis. Því næst í augnaðgerð og loks fékk ég flöskubotnagleraugu. Í dag er ég með mínus tíu og ekki kandídat í laser-aðgerð. Nánast blind á öðru auga. Ég vona að ég sé enn fullkomin í fullkomnum augum móður minnar.

____

Móment í 19. tölublaði Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: