Heimili heimskunnar…

Hvíl í friði, kæra Búffa

Posted in mamma by liljakatrin on apríl 20, 2011

Halló heimur!

Persóna mín skiptist í tvo mismunandi karaktera og hefur gert það um árabil. Annar þessara karaktera heitir Lilja Katrín Gunnarsdóttir og er móðir, leikkona, blaðakona, kærasta og Meyja sem tekur í vörina, talar eins og sjóari á góðum degi og notar buxur númer 38. Lilja er með bein í nefinu, samviskusöm og svarar fólki fullum hálsi.

Hinn karakterinn heitir Búffa. Búffa byrjaði að fitna í barnæsku og slagaði upp í hundrað kílóin þegar hún fermdist. Búffa fór ekki í sleik fyrr en hún varð sextán ára, eignaðist ekki kærasta fyrr en hún varð nítján og hefur gert nánast allt í heiminum til að verða mjó. Búffa er óörugg veimiltíta sem lætur alla vaða yfir sig á skítugum skónum. Alla nema Lilju.

Þessir tveir karakterar passa alls ekki saman. Þegar Lilja lítur í spegilinn og er ánægð með sig poppar Búffa upp og rakkar hana niður. Segir henni að hún sé feit. Segir henni að hún verði að hætta í namminu og fara í þriggja tíma “ræktar-session“. Klípur í hverja einustu örðu af spiki og margfaldar magnið í huga Lilju. Og Lilja trúir Búffu mótmælalaust. Búffa hefur alltaf rétt fyrir sér.

Um daginn var Lilja í Kaupmannahöfn í því sem er kallað húsmæðraorlof. Hún dró vinkonu sína í allar H&M-verslanir í borginni og mátaði eins og vindurinn. Búffa var ekki langt frá og lét Lilju máta föt sem voru alltof stór – því Lilja er náttúrlega svo feit.

Í einum mátunarleiðangrinum rann ljós upp fyrir Lilju. Er hún stóð undir birtu flúorljósanna í buxum sem voru þremur númerum of stórar fattaði hún að hún þyrfti að losa sig við Búffu. Það væri engin þörf fyrir hana lengur. Lilja rölti titrandi aftur fram í verslunina og náði sér í buxur í númeri sem hana hafði aldrei dreymt um að passa í.

Þegar Lilja kom aftur í mátunarklefann vafði hún yfirstærðarbuxunum um hálsinn á Búffu og beið eftir að akfeita hjarta hennar hætti að slá.

Búffa dó í H&M þennan dag.

—–

Móment í tölublaði 16 í Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Búffa á fermingardaginn - blessuð sé minning hennar

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Gunnsi said, on apríl 20, 2011 at 11:39 f.h.

    Snilldar saga Lilja.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: