Heimili heimskunnar…

Hættum að kvarta!

Posted in mamma by liljakatrin on mars 29, 2011

Halló heimur!

Í síðustu viku losnaði púströrið á bílnum mínum og mjög líklega er gat á því líka. Ég skrölti um allan bæinn á bílnum og beið eftir því að hann myndi springa á næstu hraðahindrun. Í huganum kvartaði ég og kveinaði og var ekki frá því að ég væri óheppnasta manneskja í heimi.

Þegar ég kom heim til mín pirraði ég mig endalaust yfir því að eiga það litla íbúð að dóttir mín og stjúpsonur ættu ekki sitt eigið herbergi. Gæti lífið versnað?

Í vinnu minni sem leikkona sömu vikuna þurfti ég að klæðast nælonsokkabuxum og vera í opnum hælaskóm utandyra í fimmtán stiga frosti. Mér hefur aldrei verið jafnkalt á ævinni. Ég grenjaði næstum því vegna þess að litlu tásurnar voru orðnar svo kaldar að mér fannst sem væri verið að stinga mig með þúsund agnarsmáum hnífum. Ji, hvað mér fannst lífið ósanngjarnt.

Svo ekki sé minnst á að hádegismaturinn þann daginn var plokkfiskur. Og nóg af honum. Ógeðslegasti matur sem ég veit um. Ekki séns að ég ætlaði að setja hann inn fyrir mínar frostbitnu, en vel glossuðu varir. Myndi óheppni mín engan enda taka?

Á síðasta degi þessarar hrakfallaviku bárust fréttir af náttúruhamförunum í Japan. Ég horfði á myndband þar sem máttur náttúrunnar lagði heilu borgirnar í eyði á svipstundu.

Þennan dag settist minn ískaldi líkami upp í enn kaldari, skröltandi blikkdós og fékk mesta samviskubit sem hann hefur fengið á ævinni. Yfir hverju var ég að kvarta? Að eiga bíl sem virkar að mestu leyti? Að eiga þak yfir höfuðið? Að vera í frábærri vinnu sem stundum er krefjandi? Að vera matvönd?

Ég á heilbrigða, dásamlega dóttur sem elskar mig út af lífinu. Ég á mann sem finnst ég vera fallegasta kona í heiminum – meira að segja þegar ég prumpa. Við eigum heimili sem, þrátt fyrir smæð, er fullt af ást bæði kvölds og morgna. Við eigum kannski ekki alltaf pening til að þrauka út mánuðinn en það reddast alltaf.

Þegar þér finnst allt snúast gegn þér og þér líður eins og lífið gæti ekki orðið verra hugsaðu þá til fólksins hinu megin á hnettinum sem byrjaði daginn á að knúsa fjölskylduna sína, borða morgunmat og halda til vinnu með gleði í hjarta. Á einni sekúndu var það allt þurrkað út og eftir eru bara rústir einar. Rústir sem innihalda þúsundir óuppfylltra drauma.

Hættum að kvarta.

____

Móment í 12. tölublaði Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: