Heimili heimskunnar…

Dásamleg Oreo-möffins – Uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on febrúar 25, 2011

Halló heimur!

Í Vikunni sem kom út í síðustu viku eru hvorki fleiri né færri en fimmtíu möffinsuppskriftir. Þar sem ég er algjör möffinshommi ákvað ég strax að baka þær allar með tímanum.

Ég byrjaði á Oreo-möffins því ég elska Oreo. Og viti menn – þær eru stórkostlegar. Ótrúlega auðveldar og dásamlega góðar. Meira að segja kærastinn minn er búinn að gúffa þessu í sig og hann er lítill kökukarl. Hér kemur uppskriftin. Njótið!

Oreo-bollakökur

Það sem þarf:

1 bolli mjúkt smjör/smjörlíki

1 bolli flórsykur

2 bollar hveiti (ég notaði heilhveiti)

2 tsk lyftiduft

4 egg

1 tsk vanilluextrakt eða vanilludropar (ég notaði vanillusykur)

10 muldar Oreo-kökur

Aðferð:

Forhitið ofninn í 175°C. Setjið allt hráefnið, nema kexkökurnar, í skál og hrærið saman með rafmagnsþeytara í um það bil tvær til þrjár mínútur. Blandið svo kexkökunum saman við með sleif. Raðið í möffinsform og bakið í tuttugu mínútur. Kælið í tuttugu mínútur.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: