Heimili heimskunnar…

Þetta kalla ég ekki góða verslunarhætti

Posted in mamma, Tíska by liljakatrin on janúar 27, 2011

Halló heimur!

Ég gekk inn í ónefnda verslun á Laugaveginum um daginn. Verslun þessi sérhæfir sig í að selja notuð föt sem mér finnst persónulega orðin alltof dýr.

Inni í þessari verslun sá ég æðislegan, plain samfesting. Ég ákvað að prófa hann þó ég sé alltaf eins og hálfviti í samfestingum. En ótrúlegt en satt var ég svaka pæja í þessum tiltekna samfesting og undir eins blossaði verslunarfíkillinn upp í mér og ég varð að eignast hann. Það var bara eitt vandamál – hann var með svarta bletti yfir allt brjóstið. Rosalega stóra og ljóta, svarta bletti.

Samfestingurinn var á fimmtíu prósent afslætti og kostaði nú tæplega fimm þúsund krónur í staðinn fyrir tíu þúsund krónur. Mér fannst samt frekar blóðugt að borga fimm þúsund kaddl fyrir blettótta flík þar sem allar flíkur sem ég hef keypt í Rauða Krossinum hafa ekki verið blettóttar og mun ódýrari.

Ég fór því til afgreiðslukonunnar og gaf það sterklega til kynna að mig langaði að kaupa samfestinginn en ekki með blettunum. Kannski ef ég fengi aukaafslátt þá myndi ég taka það til greina. Afgreiðslukonan gaf sig ekki og því sagði ég við hana að ég ætlaði að hugsa málið aðeins og vona að hann yrði enn þá til þegar ég kæmi til baka.

„You snooze you lose,“ hreytti afgreiðslukonan þá út úr sér.

Ég sem ætlaði að kaupa samfestinginn og þvo hann sjálf en hætti strax við þegar ég fékk þennan one liner í andlitið. Þó mig langi enn þá í hann þá banna prinsippin mín mér að fara aftur inn í þessa verslun.

Gat hún ekki bara gefið mér auka þúsund kaddl í afslátt fyrir þvottaefni og fyrirhöfn?

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: