Heimili heimskunnar…

Mmmmmarens – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on janúar 26, 2011

Halló heimur!

Ég var búin að ákveða að ég gæti aldrei bakað marens – bæði út af því að það væri of erfitt og út af því að ég á bara handþeytara.

Þegar ég fann gómsæta uppskrift í Gestgjafanum í fyrra ákvað ég samt að prófa og viti menn – ég klúðraði því ekki og fékk fáránlegar byssur á því að standa með handþeytarann í tuttugu mínútur.

Ég verð að deila þessari uppskrift með ykkur – sjúklega góð og frekar einföld miðað við það sem ég hélt.

Kornflex-marensterta með karamellukremi

Það sem þarf:

6 eggjahvítur

400 g sykur

1 tsk. lyftiduft (ég set 2 – smá svindl)

100 g kornflex, gróft mulið

Á milli:

7-8 dl þeyttur rjómi

Aðferð:

Hitið ofninn í 150 °C. Setjið bökunarpappír í botninn og upp með hliðum á stórri ofnskúffu. Þeytið eggjahvíturnar í tandurhreinni skál þar til þær fara að freyða og hellið þá sykri út í í einni bunu á meðan vélin gengur, hrærið áfram í 15-20 mínútur. Blandið lyftidufti saman við kornflex og bætið því síðan varlega út í eggjahvíturnar með sleikju. Hellið deiginu í ofnskúffuna, jafnið það út og bakið í 50 mínútur. Skiptið kökunni í tvo hluta og kælið. Setjið annan hlutann á tertudisk eða plötu, smyrjið þeyttum rjóma yfir og leggið síðan hinn hlutann ofan á. Smyrjið karamellukreminu yfir kökuna.

Karamellukrem

Það sem þarf:

3 dl rjómi

150 g púðursykur

3 msk síróp

40 g smjör

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Setjið rjóma, púðursykur og síróp saman í pott og sjóðið saman þar til blandan fer að þykkna. Þetta tekur um það bil tíu mínútur. Bætið smjöri og vanilludropum út í og hrærið vel saman. Kælið kremið aðeins fyrir notkun.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. […] örugglega dúndur að þeyta smá rjóma og búa til góða karamellusósu. Sjá karamellusósuna hér. #gallery-1 { margin: auto; } #gallery-1 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; […]


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: