Heimili heimskunnar…

Ómótstæðilegar Brownies – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on janúar 25, 2011

Halló heimur!

Ég, eins og svo margar aðrar konur, dekraði við bóndann minn á bóndadaginn síðastliðinn föstudag. Keypti bjór og blóm, eldaði rif og franskar og lauk herlegheitunum með því að baka Brownies sem hann elskar.

Þessar Brownies eru ekki bara dásamlega ljúffengar heldur líka fáránlega auðveldar að baka. Verði ykkur að góðu!

BóndadagsBrownies

Það sem þarf:

60 g smjör

4 msk kakó

2 stór egg

2 dl sykur

1/2 tsk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

1 1/4 dl hveiti

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Bræðið saman smjör og kakó (hægt að gera í örbylgjuofni – passið bara að hafa ekki of lengi inni). Setjið egg og sykur saman í skál og þeytið létt saman með písk þar til blandan er orðin vel samanlöguð. Hellið kakósmjörinu saman við, setjið lyftiduft og vanilludropa út í og blandið vel saman. Bætið hveiti í og hrærið saman með sleif. Smyrjið form eða eldfast mót (stærð fer eftir hve þykkar þið viljið kökurnar), hellið deiginu í formið og sléttið yfirborðið. Bakið í miðjum ofni í 20-25 mínútur. Bóndinn minn er ekki hrifinn af hnetum en það er algjört dúndur að bæta hnetublöndu við deigið áður en það er bakað. Svo bara bera fram volgt með vanilluís! Klikkar ekki!

Og nota bene – kökurnar er vel hægt að frysta.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: