Heimili heimskunnar…

Geðveikislega falleg regnbogakaka – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on janúar 13, 2011

Halló heimur!

Síðustu helgi hélt ég mitt fyrsta barnaafmæli. Litla stelpan mín varð eins árs og ég trúi því varla.

Að sjálfsögðu var ég búin að ákveða að halda stórkostlega afmælisveislu og búin að bíta í mig að reyna að búa til regnbogaköku. Hélt að það væri brjálæðislega erfitt en viti menn – það er bara sjúklega létt, þó það taki svo sannarlega mikinn tíma þegar maður á bara eitt smelluform eins og ég. Hér kemur uppskriftin sem ég notaði. Kakan er ekki bara flott heldur æðislega ljúffeng!

Regnbogakaka a la Lillí McSnillí

Botnar:

3 bollar hveiti

2 bollar sykur

2 tsk lyftiduft

3/4 tsk salt

250 g ósaltað smjör

4 egg

1 bolli mjólk

Dass af vanilludropum

Aðferð:

Öllum þurrefnum er blandað saman. Smjörið (mjúkt) er mulið saman við og allt blandað vel saman. Eggjum, mjólk og vanilludropum er blandað saman í sérskál og blandað síðan saman við þurrefnin. Úr þessu fæ ég tvo botna en í þessu tilviki gerði ég fjóra botna. Áður en kökunni er skellt inn í ofn er smá matarlit blandað saman við blönduna. Ég nota alltaf matarlitina úr Húsasmiðjunni því þeir eru einfaldlega langbestir. Kakan er bökuð við 180°C þangað til hún er aðeins farin að brúnast að ofan. Margir nota fimm botna í kökuna – það er einfaldlega smekksatriði. Believe me – hún er alveg nógu risastór með fjórum botnum.

Krem:

525 g rjómaostur (1 lítil askja og ein stór)

15 tsk mjúkt smjör (ca 100 g)

6 tsk vanilludropar

6 bollar flórsykur

Aðferð:

Hrærið rjómaostinn þangað til hann er orðinn mjúkur. Bætið því næst smjörinu og vanilludropum við. Hrærið flórsykrinum smám saman við blönduna og blandið vel saman.

Að setja kökuna saman:

Ég byrjaði á að setja þeyttan rjóma á milli neðsta og næstneðsta botnsins, síðan krem á milli og loks aftur þeyttan rjóma á milli. Kakan er síðan hulin öll með kreminu og kókosmjöli stráð yfir herlegheitin. Ég held að það gæti líka verið gott að setja súkkulaðikrem á kökuna í staðinn fyrir kremið hér að ofan. Sjá frábæra súkkulaðikremsuppskrift hér.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Valgerður said, on júlí 12, 2012 at 3:54 e.h.

    Hafði hana inní ofninum í svona 45 mín. jafn hiti 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: