Heimili heimskunnar…

Veitingahúsagagnrýni: Gata

Posted in Uncategorized by liljakatrin on janúar 8, 2011

Halló heimur!

Ha? Hvað í fjandanum er Gata?

Þetta hugsaði ég þegar ég mælti mér mót við samstarfsfélaga mína á veitingastaðnum Gata í hádeginu í gær. Nafnið kveikti engin ljós í mínum fallega heila.

Eftir mikla leit komst ég að því að Gata er á Laugaveginum, beint á móti Kofa Tómasar frænda. Í húsinu sem hefur hýst hundruði veitingastaða að mér finnst og einu sinni var þar skemmtistaðurinn Kaupfélagið.

Ég var því ekki með miklar væntingar þegar ég gekk inn á þennan huggulega veitingastað.

Matseðillinn er fáránlega girnilegur en það þýðir ekki alltaf að maturinn sé góður. Starfsfólkið var ótrúlega almennilegt án þess að vera uppáþrengjandi sem er vissulega list.

Ég pantaði mér Parma pítsuna. Ég missti næstum andann þegar hún kom á borðið. Girnileg pítsa með fullt af parmaskinku, klettasalati, tómötum, mozzarella-osti og dásamlegum parmesanflögum ofan á. Ég fékk næstum því fullnægingu við fyrsta bitann og kláraði pítsuna í einum rikk nánast án þess að anda.

Þetta er besta parmapítsa sem ég hef smakkað. Allt hráefnið mjög ferskt og nóg af öllu.

Gata er staður eftir mínu höfði. Ég gef honum tíu blautar Ornellur í baði af aðeins sex mögulegum.

*Ég rankaði við mér þegar ég átti einn bita eftir af pítsunni og fattaði að ég hafði ekki tekið mynd.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: