Heimili heimskunnar…

Gleðilegt ár! 11 leiðir til að gera nýja árið stórkostlegt!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on janúar 1, 2011

Halló heimur!

Ég elska þessa vefsíðu því það er alltaf eitthvað sniðugt að finna á henni. Í dag, á fyrsta degi ársins, býður hún upp á 11 leiðir til að gera árið 2011 brilliant. Sniðug ráð finnst mér.

1. Byrjaðu að æfa íþrótt. Ekki bara heilsusamlegt heldur gaman – persónulega mæli ég með brennó öll sunnudags- og miðvikudagskvöld. Sjá hér.

2. Komdu fjármálunum í lag. Leiðinlegt ráð en finnst ykkur líka ekki ógeðslega leiðinlegt að svitna yfir fjármálaáhyggjum? Mér finnst það allavega (segir manneskjan sem misnotaði kortið á útsölu í E-label í fyrradag!)

3. Elskaðu gallana þína. Galla – ekki íþróttagalla. Fullkomið fólk er leiðinlegt. Við erum öll með galla en trikkið er að elska þá og viðurkenna þá. Ég fékk þetta ráð þegar ég byrjaði í leiklistarskóla og er enn sem komið er eitt besta ráð sem ég hef fengið og nýtt mér – þó ég gleymi mér stundum í smámunasemi.

4. Hlæðu. Dóttir mín bjargar þessu alveg hjá mér. Heilsan er betri ef maður hlær – alveg satt. Vísindalega sannað og allt!

5. Finndu tíma fyrir þig og áhugamál. Kannski bara tveir tímar í viku sem þú hugsar bara um sjálfa/n þig – mjög næs!

6. Hvíldu þig. Ég er ofvirk og nenni ekki frítíma en það er fátt jafn dýrmætt og hvíld. Maður yngist líka um mörg ár ef maður er vel sofinn!

7. Borðaðu hollari mat. Kannski ekki alltaf en stundum – aðeins oftar en þú gerðir í fyrra.

8. Skipuleggðu innkaup og máltíðir. Ef maður gerir það endar maður ekki á því að vera blankur í fyrstu viku mánaðarins – vonandi.

9. Dekraðu við þig. Farðu í nudd, klippingu eða fótsnyrtingu. Það jafnast ekkert á við það! Ég mæli með Snyrtiakademíunni í Kópavogi þar sem nemar taka þig í yfirhalningu fyrir helmingi minni pening.

10. Hugaðu að sálinni. Ef þér líður oft illa er kannski ráð að leita sér hjálpar og reyna að vinna úr vandamálunum.

11. Vertu gagnrýnin/n. Ekki trúa öllu sem þú lest og hugsaðu þig vel um áður en þú myndar þér skoðun.

Gleðilegt nýtt ár elsku vinir! Megi árið 2011 vera stórkostlegt!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: