Heimili heimskunnar…

Analkötturinn og ég

Posted in Uncategorized by liljakatrin on desember 28, 2010

Halló heimur!

Ég átti einu sinni færeyskan kærasta sem aldrei verður kallaður annað en Raggi Rass. Ekki út af því að hann er með flottan rass (hann er mjög ljótur) heldur af því hann er álíka almennilegur og anall.

Svo talar Raggi náttúrlega færeysku þannig að hann hljómar eins og hann sé blindfullur með bullandi vitsmunabrest. Svo lítur hann út eins og Grettir (kötturinn, ekki Ásmundsson) og gengur um í skyrtum sem eru svo ljótar að þær fást ekki í Hagkaupi.

Draumamaður.

Ég og Raggi byrjuðum saman í nóvember og eyddum jólunum í sundur – hann í Færeyjum, ég á Íslandi.

Hann gaf mér jólagjöf. Konfekt og líkamsunaðsolíur. Ég var lukkuleg og ákvað að geyma að prófa og smakka gjöfina þangað til við yrðum saman á ný.

Daginn fyrir gamlársdag fékk ég SMS frá rassálfinum. Í því stóð: „Fyrirgefðu Lilja. Ég er byrjaður með stelpu sem ég hef verið ástfanginn af alla mína ævi.“ Ég svaraði: „Hefurðu ekki einu sinni manndóm í að hringja?“

Ekkert svar.

Ég grenjaði í þrjá tíma og fannst sem lífinu væri lokið; var mjög dramatísk. Og ég var ekki einu sinni það skotin í analkettinum. Henti konfektinu í ruslið með tilþrifum og tilheyrandi snökti og gaf systur minni unaðsolíurnar.

Ég grenjaði allt gamlárskvöld, drakk mig fulla, fór niður í bæ og ætlaði í skemmtistaðasleik. Sú tilraun misheppnaðist enda leit ég út eins og pandabjörn á sýrutrippi.

Fjórum mánuðum síðar hitti ég heimska Færeyinginn. Hann afsakaði sig á fullu. Þegar ég spurði hann um ástina í lífi hans var svarið einfalt og tregafullt:

„Hún dömpaði mér í gegnum MSN“ (hann sagði þetta reyndar á færeysku sem var milljónum sinnum fyndnara).

Ég elska karma.

—- Móment úr 52. tölublaði Séð og Heyrt

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: