Heimili heimskunnar…

Geggjaðar súkkulaðibitakökur – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on desember 19, 2010

Halló heimur!

Nú er síðasti sjéns til að baka fyrir jólin og þess vegna ætla ég að deila einni frábærri uppskrift með ykkur. Súkkulaðibitakökur sem svíkja engan. Fáránlega einföld uppskrift líka! Þær toppa samt ekki bestu smákökur í heimi en komast mjög nálægt því.

Súkkulaðibitakökur

Það sem þarf:

200 g mjúkt smjörlíki

1 bolli sykur

1/2 bolli púðursykur

2 egg

2 bollar hveiti

2 bollar kókosmjöl

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 tsk vanilludropar

200 g suðusúkkulaði

Aðferð:

Blandið öllu vel saman nema súkkulaðinu. Grófsaxið súkkulaðið og bætið út í. Gott er að geyma deigið inni í ísskáp í klukkutíma áður en það er bakað en það er alls ekki nauðsynlegt. Stillið ofninn á 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á ofnskúffu sem búið er að klæða með bökunarpappír. Gerir ráð fyrir að kökurnar stækki örlítið. Bakið í 12 til 15 mínútur.

Ég hef oft leikið mér með þessa uppskrift með því til dæmis að setja hvítt súkkulaði í bland við suðusúkkulaðið eða rjómasúkkulaði. Það klikkar heldur ekki að setja nokkur Smarties ofan á kökurnar áður en þær fara inn í ofn – sérstaklega í barnaafmælið.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: