Heimili heimskunnar…

Ógeðslegasti ostur sem ég hef smakkað!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on desember 7, 2010

Halló heimur!

Ég ákvað að hafa pítsu í kvöldmat því ég átti það svo fyllilega skilið. Hlakkaði mikið til kvöldsins enda búin að kaupa allt sem til þurfti.

Ég gerði speltbotn og penslaði hann með heimagerðri pítsasósu. Setti svo pítsaskinku á herlegheitin því ég borða eiginlega bara pítsu með skinku þessa dagana. Svo var komið að ostinum. Ég set alltaf ógeðslega mikið af osti enda algjör perri fyrir bræddum osti. Ég prófaði nýja týpu því hún var ódýr og í risastórum umbúðum þannig að ég gæti látið fullt af osti og samt átt afgang. Ég smellti pítsunni inn í ofn og slefaði af tilhlökkun.

Ég dreif mig að taka pítsuna út þegar hún var tilbúin en fann skringilega lykt. Hélt að ofninn væri bara skítugur og gamalt súkkulaði væri að tana sig aðeins of mikið í hitanum.

Fyrsti bitinn af pítsunni var skorinn af kostgæfni enda ætlaði ég að njóta hvers bita. Þegar tunga mín snerti ostinn þá ældi ég næstum því. Viðbjóðslegri ost hef ég ekki smakkað. Hann var ekki bara vondur á bragðið heldur ótrúlega slepjulegur og væminn (getur ostur verið væminn?). Þetta var eiginlega typpaostur. Þá er hinn alræmdi typpaostur loksins fundinn! Ég skóf allan ostinn af þannig að ég endaði á því að borða brauð með smá pítsasósu og skinku. Þvílíkt antí climax.

Kæru lesendur – ekki kaupa þennan ost (sem er reyndar í aðeins öðruvísi umbúðum núna). Ég myndi frekar drekka flösku af lýsi og borða tólf skötuflök með kókosbollufyllingu en að setja þennan ost upp í minn fallega munn aftur.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Svanhvít said, on desember 7, 2010 at 7:25 e.h.

    Ég er því miður búin að gera sömu mistök og þú. Vibba ostur!!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: