Heimili heimskunnar…

Ekki Siggi Hlö!

Posted in mamma by liljakatrin on desember 3, 2010

Halló heimur!

Þegar ég var ólétt (já, þetta er enn einn pistill um meðgöngu, fæðingu og/eða börn) fór ég í meðgöngujóga. Það var ótrúlega þægilegt og fannst mér dásamlegt að tengjast ófæddu barni mínu í móðurkviði með dansi, öndun og söng.

Í þessum tímum las kennarinn stundum upp fæðingarsögur sem hún hafði fengið sendar frá öðrum konum sem höfðu verið í jóga.

Nær undantekningarlaust voru þessar sögur sveipaðar rómantískum blæ. Konur sem höfðu fætt heima í uppblásinni sundlaug með alla fjölskylduna viðstadda. Var fæðingunni lýst eins og í ljóði. Konurnar höfðu haft mikið fyrir því að velja hina fullkomnu tónlist; kveiktu á kertum, brenndu reykelsi og náðu einhvers konar nirvana þegar þær gáfu heiminum líf. Í ekki einni af þessum fæðingarsögum var talað um hvað það er fokk vont að eignast barn. Þessar sögur voru allar fallegar.

Ég hlustaði á sögurnar af athygli og fannst þær allar innihalda sama boðskapinn – ekki nota lyf til að deyfa þig á þessum undraverða degi. Þetta verður ekkert svo rosalega vont – þú þarft bara að hafa karakter til að díla við sársaukann.

Ég var sett af stað því ég gekk með fram yfir. Því gat ég ekki átt í Hreiðrinu. Ég ákvað að halda öllum deyfingarmöguleikum opnum.

Um leið og belgirnir voru sprengdir skall mesti sársauki sem til er á þessari jörðu á. Í tvo tíma reyndi ég að anda, dansa og syngja mig í gegnum hann – eins og ég hafði lært í jóga. Ég þrjóskaðist við að fá mér mænurótardeyfingu því ég hélt að ég væri ömurleg ef ég gerði það. Minni manneskja.

Ég hafði ekki valið neina tónlist og bað því um að kveikt yrði á útvarpinu. Eftir sirka tvær mínútur af eitísþætti Sigga Hlö skipaði ég kærastanum mínum að slökkva. Það var ekki séns að Siggi Hlö yrði viðstaddur fæðingu fyrsta barnsins míns. Og pottþétt ekki Kajagoogoo.

Þegar fætur mínir titruðu af þreytu gafst ég upp á þrjóskunni og bað um deyfinguna. Þvílíkur unaður sem það var. Ég lagðist upp í spítalarúmið og sofnaði.

Í fæðingu fær maður ekkert gefins. Maður getur ekki bara tekið sér pásu í klukkutíma og fengið sér kokteil. Konur eru ekki minni manneskjur þó að þær ráði ekki við sársaukann og láti deyfa sig í drasl.

Er ekki helvítis nóg að ýta krakka út úr leggöngunum?!

—–

Lengri útgáfa af Mómenti í 49. tölublaði Séð og Heyrt

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. siggavalav said, on desember 3, 2010 at 11:00 f.h.

    Takk fyrir að minnast á Kajagoogoo, Limahl er maður dagsins hjá mér 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: