Heimili heimskunnar…

Eyddi 26 milljónum í lýtó!

Posted in Slúður by liljakatrin on nóvember 30, 2010

Halló heimur!

Demi Moore er ein heitasta 48 ára konan í heiminum en það er sko aldeilis ekki ókeypis – eða frá náttúrunnar hendi.

Demi hefur þverneitað að hafa farið í lýtó en hefur þó gengist við því að hafa lappað upp á brjóstin á sér – sem var líka ansi augljóst. Nýjustu fregnir herma að Demi hafi verið ansi dugleg að fara í lýtó í gegnum árin.

Eftir að hún varð fertug eyddi hún rúmlega 26 milljónum í alsherjaryfirhalningu a la Heidi Montag – nema bara að Demi er aðeins vel heppnaðri. Demi eyddi 2,9 milljónum í fitusog, 1,7 milljónum í brjóstastækkun og 3,6 milljónum í andlitsaðgerðir svo einhver dæmi séu nefnd. Hún var líka hrædd um að skinnið fyrir ofan hnén væri að síga þannig að hún lét laga það líka.

Upp á síðkastið hefur Demi líka farið vikulega í sérstaka meðferð sem á að gera húðina stinnari, ekki ólíkt trimm formi, nema stjörnumeðferðin hennar Demi kostar tæplega 350 þúsund í hvert skipti!

Ég vissi nú að Demi væri ekki að segja alveg satt með lýtaaðgerðirnar en er þetta ekki aðeins of ýkt?!

Kíkið líka á þessa færslu ef þið trúið mér ekki.

Njótið vel og lengi!

-L

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: