Heimili heimskunnar…

Bestu smákökur í heimi – uppskrift

Posted in Bakstur, Uppskriftir by liljakatrin on nóvember 28, 2010

Halló heimur!

Jæja, þá er aðventan gengin í garð og auðvitað skellti ég í tvær jólasmákökusortir eins og móðir mín gerði alltaf þegar ég var yngri. Í fyrra bakaði ég reyndar fimm sortir en þá var ég ólétt, gráðug og klikkuð. Í á verða tvær sortir að duga og svo verða piparkökur bakaðar upp á stemninguna þegar stjúpsonurinn kemur næst.

Ég vandaði valið vel í ár enda ekkert gaman að baka tvær glataðar sortir – þó ég myndi svo sannarlega borða minna ef ég hefði gert það.

Ég bakaði því uppáhaldssmákökurnar mínar – súkkulaðibitakökur og Hvelli.

Hvellir eru tvímælalaust bestu smákökur sem ég hef smakkað í lífinu – og hef ég smakkað þær margar. Hvellir slá við vanilluhringjum, dropakökum og marengstoppum. Hvellir eru fullkomnun.

Hvellir

Það sem þarf:

5 dl hveiti

1/4 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 1/4 dl púðursykur

1 1/4 dl sykur

2 dl mjúkt smjör (ca 100 g)

1 stórt egg

2 tsk vanilludropar

3 dl Rice Crispies

150 g Siríus rjómasúkkulaði með hrískúlum

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveitinu, saltinu og matarsódanum í skál. Setjið púðursykurinn og sykurinn í aðra skál (hrærivélaskál ef þið eigið svoleiðis) og blandið vel saman. Setjið smjörið út í og hrærið þar til allt blandast vel. Bætið egginu út í ásamt vanilludropunum og hrærið vel. Blandið þurrefnunum saman við og hrærið vel. Hrærið Rice Crispies varlega út í með sleif, saxið súkkulaðið og setjið það að lokum saman við. Mótið litlar kökur með höndunum, setjið á ofnplötu sem klædd hefur verið með bökunarpappír og bakið í 18-20 mínútur.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

3 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. Andrea Sif said, on desember 15, 2010 at 3:39 e.h.

  Takk Lilja mín, þessar smákökur eru barasta geðveikar og verða hér með árlegar á mínu heimili 😉
  Jólakveðja Andrea Sif

  • liljakatrin said, on desember 15, 2010 at 5:29 e.h.

   það var nú lítið elsku andrea – þetta eru einmitt uppáhalds mínar og eru búnar – verð að baka meira!
   -L

 2. […] sem svíkja engan. Fáránlega einföld uppskrift líka! Þær toppa samt ekki bestu smákökur í heimi en komast mjög nálægt […]


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: