Heimili heimskunnar…

Skærbleik og ljúffeng kaka – uppskrift

Posted in Bakstur by liljakatrin on nóvember 26, 2010

Halló heimur!

Vikan er komin út og hún er vægast sagt girnileg. Blaðið er stútfullt af frábærum uppskriftum fyrir jólin – blað sem allir þurfa að kaupa sér.

Ég býð upp á eina uppskrift í blaðinu af bleiku kökunni sem ég bakaði þegar Tobba yfirgaf okkur.

Ég fann þessa uppskrift í Matreiðslubókinni minni og Mikka sem var að koma út. Í bókinni er hún græn en mér fannst miklu girnilegra að hafa hana rauða. Þetta er ótrúlega einföld uppskrift og bragðast kakan eins og marsipan þó ekkert sé marsipanið í henni. Það gera möndludroparnir – ég elska möndludropa í bakstri. Ég er reyndar ekkert fyrir marsipan en þessi kaka er algjört lostæti! Eitthvað sem litlir fjölskyldumeðlimir geta verið með í.

Bleika bomban

Það sem þarf:

200 gr mjúkt smjör

1 bolli sykur (ca 16 msk)

2 egg

Tæplega 1 1/2 bolli hveiti

6 msk heitt vatn

3 tsk möndludropar

Matarlitur

120 gr suðusúkkulaði

Aðferð:

Ofninn er hitaður í 170 gráður. Smjörið og sykurinn er hrært vel saman. Því næst er eggjunum hrært saman við. Svo hveitinu, vatninu og möndludropunum. Síðast er matarlitnum hrært saman við. Ég nota alltaf matarlitinn úr Húsasmiðjunni. Hann er í dýrara lagi en rosalega góður og fallegur á litinn. Mér finnst flottast að nota rauðan en auðvitað er hægt að nota hvaða lit sem er. Smyrjið hringlaga smelluform og bakið kökuna í 30 mínútur.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og þekið kökuna alveg – það er nefnilega svo gaman að sjá svipinn á fólki þegar það sker í kökuna og sér að hún er skærbleik.

Njótið vel og lengi!

-L

Mynd: Kristinn Magnússon

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Kaka uppskrift | Zulufoto said, on mars 31, 2012 at 10:57 e.h.

    […] Skærbleik og ljúffeng kaka – uppskrift « Heimili heimskunnar…26 nóv. 2010 … Skærbleik og ljúffeng kaka – uppskrift. Posted in Bakstur by liljakatrin on nóvember 26, 2010. Halló heimur! Vikan er komin út og hún er vægast … […]


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: