Heimili heimskunnar…

Amelía er lífið

Posted in mamma by liljakatrin on nóvember 19, 2010

Halló heimur!

Þegar ég var sex ára fékk ég dásamlega lafði Lokkaprúðu-buddu að gjöf frá systur minni. Einn dag fór ég með móður minni að versla í matinn og týndi buddunni. Ég brotnaði algjörlega niður og grenjaði út í eitt. Ég hélt að ég gæti aldrei orðið svona döpur aftur.

Þegar ég var níu ára gaf vinur systur minnar mér He-Man karl að eigin vali. Ánægjunni sem fylgdi í kjölfarið get ég ekki lýst. Ég hélt að ég gæti aldrei orðið svona alsæl aftur í lífinu.

Þegar ég var tólf ára fékk ég hund í afmælisgjöf. Ég nefndi hann Hnoðra. Ég hélt að ég myndi aldrei elska neinn eins og ég elskaði Hnoðra.

Þegar ég var fjórtán ára var ég sjúk í Pál Óskar. Ég hitti hann á förnum vegi og mamma tók mynd af okkur saman. Mamma sagði eitthvað asnalegt fyrir framan goðið mitt. Ég hélt að þarna væri hámarki niðurlægingarinnar náð.

Þegar ég var nítján varð ég ástfangin upp fyrir haus af manni. Sú ást braut mig niður bæði andlega og líkamlega. Ég upplifði hreina hamingju og stórkostlegt þunglyndi í senn. Ég hélt að ég myndi aldrei jafna mig.

Þegar ég var 23 ára lenti ég í bílslysi og hélt að lífi mínu væri lokið. Ég hélt að ég myndi aldrei verða jafnhrædd og þá það sem ég átti eftir ólifað. Sem betur fer lifði ég af.

Þegar ég var 26 ára keypti ég mér rándýra miða á tónleika með Take That í Kaupmannahöfn. Fjórtán ára gamall draumur rættist og ég stóð fremst og veifaði strákunum eins og enginn væri morgundagurinn. Það var toppurinn!

Þegar ég var 27 ára útskrifaðist ég úr leiklistarskóla eftir fjögurra ára nám sem tók hressilega á. Ég var svo stolt. Þetta var mikilvægasti áfangi minn í lífinu. Ég myndi aldrei afreka neitt sem væri eins stórfenglegt og þetta.

Fyrir rétt rúmlega tíu mánuðum fæddi ég mitt fyrsta barn, Amelíu Björt. Allt það sem ég kallaði hamingju, niðurlægingu, ástarsorg og depurð flaug út um gluggann. Hún er miklu stærra en allt það – og meira til.

Amelía er lífið.

Ég elska lífið.

_________

Móment úr 46. tölublaði Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: