Heimili heimskunnar…

Jólagjafaverslunin í ár!

Posted in Tíska by liljakatrin on nóvember 3, 2010

Halló heimur!

Ég ákvað að byrja að versla jólagjafir í dag. Ég gef margar gjafir því ég er svo heppin að eiga marga í mínu lífi sem ég elska. Ég elska að gefa gjafir og langar oft að eyða mörgum, mörgum þúsundkörlum í hvern en í ár er það ekki möguleiki því miður. Það er nokkuð ljóst að hagsýni mun ráða ríkjum í jólagjafainnkaupum í ár.

Ég er búin að kaupa allt handa sæðisgjafanum en ef ég þekki mig rétt mun ég eyða fúlgum fjár í að bæta við gjöfina þangað til jólin koma.

Í dag ákvað ég hins vegar að fara í Minju á Skólavörðustíg sem er eins konar minjagripaverslun en samt ekki. Ég keypti þrjár jólagjafir þar inni fyrir fjögur þúsund. Mér fannst það nokkuð vel sloppið. Þessi verslun er í einu orði sagt dásamleg. Mikið af fallegri, íslenskri hönnun í bland við fyndnar erlendar vörur – það sem kallast á góðri ensku novelty items. Vissulega er margt dýrt í Minju en margt á mjög hagstæðu verði (vísa í ÞRJÁR gjafir fyrir FJÖGUR ÞÚSUND. Reynið að toppa það – og þá annars staðar en í Tiger). Ég kýs Minju jólagjafaverslunina í ár.

Njótið vel og lengi!

-L

Mynd af heimasíðu Minju:

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: