Heimili heimskunnar…

Spikaða hjartað sem sprakk

Posted in Uncategorized by liljakatrin on nóvember 1, 2010

Halló heimur!

Á mínum uppvaxtarárum var ég akfeit, með gleraugu og bjó í Fellunum. Sumir myndu segja að ég hefði ekki átt séns í lífinu. Ótrúlegt hvað varð úr mér.

Mér var eiginlega aldrei strítt þar sem strákunum fannst ég skemmtileg. En þeir vildu ekki fara í sleik við mig. Ég fór því ekki í sleik fyrr en á fullorðinsárum en, jii, hve ég þráði það.

Eins og venjulegar unglingsstúlkur varð ég skotin í strák. Bálskotin. Strák sem leit út eins og Robbie Williams í Take That – uppáhaldshljómsveitinni minni í gagnfræðaskóla. En í augum Robbie-tvífarans var ég bara vinur.

Þegar ég var fjórtán ára var haldið „date-ball“ í Fellaskóla. Þá gat maður annaðhvort boðið einhverjum á ballið eða sett nafnið sitt í pott og dregist með einhverjum af hinu kyninu. Það var ekki séns að ég ætlaði að setja nafnið mitt í pott en Robbie taldi mig á það.

Viti menn – ég og Robbie drógumst saman. Mitt hjólspikaða hjarta hamaðist af hamingju. Ég hljóp heim og ég og móðir mín hófumst handa við að sauma kjól fyrir ballið, enda passaði ég ekki í neitt í venjulegum verslunum.

Í marga daga sveif ég á sæluskýi. Loksins myndi ég fara í sleik.

Daginn sem „date-ballið“ var haldið kom Robbie til mín. Hann sagðist hafa boðið annarri stelpu í bekknum á ballið og hún hafði sagt já. Hann spurði mig hvort það væri ekki í lagi. Ég sagði jú. Um leið og ég gekk út um skóladyrnar byrjaði ég að grenja og ég grenjaði alla leiðina heim.

Hjólspikað hjarta mitt sprakk.

— Móment úr 44. tölublaði Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: