Heimili heimskunnar…

Borðaði 300 kaloríur á dag – var 37 kíló!

Posted in Slúður by liljakatrin on október 29, 2010

Halló heimur!

Leikkonan Portia de Rossi er núna að kynna bókina sína Unbearable Lightness. Í bókinni segir hún frá baráttu sinni við átröskun og játar að á einu tímabili á ferli sínum hafi hún aðeins borðað þrjú hundruð kaloríur á dag! Greyið Portia. Ég skil bara ekki hvernig hún gat gengið upprétt allan liðlangan daginn á bara þrjú hundruð kaloríum.

Og þetta er ekki búið enn. Þegar Portia var léttust var hún aðeins 37 kíló! Maður fer þá óneitanlega að velta fyrir sér hvað Hollywood-stjörnurnar eru í raun þungar. Ég sá alltaf að Portia var grönn en ég gerði mér ekki grein fyrir að hún væri svona rosalega létt. Hún segist ekki hafa verið stolt af þessu en samt sem áður haldið sér í 37 kílóum því hún var svo stolt af sér fyrir að vera með svona mikinn viljastyrk til að geta grennst svo mikið. Á þessum tíma hugsaði hún ekki um neitt nema hvernig hún ætti að halda sér svona grannri. Í dag gerir hún sér að sjálfsögðu grein fyrir að hún var mjög veik á þessum tíma. Hún hefur náð að byggja sig aftur upp og er mjög hamingjusöm í dag.

Ég er rosalega fegin að Portia talar um þennan sjúkdóm sinn á opinberum vettvangi því það þjást svo rosalega margir af honum. Ég vona svo innilega að hún geti hjálpað einhverjum í baráttunni gegn átröskun. Ef hún ekki nema nær til nokkurra prósenta þeirra sem glíma við þennan ógnvekjandi sjúkdóm þá er það mikill sigur. Áfram Portia!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: