Heimili heimskunnar…

Blaðamenn eru líka fólk

Posted in Uncategorized by liljakatrin on október 19, 2010

Halló heimur!

Ég er blaðamaður og hef verið síðan árið 2004 þó að ástríða mín í lífinu sé leiklist.

Á þessum sex árum hefur mér oft blöskrað hvernig viðmælendur mínir og annarra koma fram við blaðamenn. Eins og við séum ekki manneskjur, höfum ekki tilfinningar og séum að reyna okkar besta til að klekkja á fólki. Eins og við höfum gaman að eymd annarra. Þetta er mjög útbreiddur misskilningur.

Undantekningarlaust í þau fáu skipti þegar ég þarf að hringja óþægileg símtöl tekur það mig nokkra klukkutíma að manna mig upp í að taka upp símann. Ég verð stressuð, svitna í lófunum og velti mér endalaust upp úr því hvernig ég eigi að orða óþægilegu spurninguna sem ég þarf að spyrja. Stundum geng ég svo langt að hringja úr einkasímanum mínum í læstu herbergi því ég meika ekki að spyrja svona spurninga fyrir framan alla.

Þegar fólk er leiðinlegt við mig fæ ég samviskubit og er gráti næst. Verst er þegar fólk skellir á. Þá langar mig að deyja.

Vissulega er óþægilegt að fá símtal frá einhverjum sem spyr þig persónulegra spurninga sem þú kærir þig ekkert um að svara. Hins vegar þætti mér vænt um ef viðmælendur myndu hafa það í huga að á hinni línunni er ósköp venjuleg manneskja sem er að vinna vinnuna sína. Vinnu sem er ekki alltaf skemmtileg en þarf að vinna. Vinna sem sér til þess að ákveðin summa er lögð inn á bankareikninginn um hver mánaðarmót svo fjölskyldan fái mat, afborganir séu borgaðar og bíllinn verði ekki bensínlaus.

Blaðamenn eru manneskjur – ekki kölski. Nema þá kannski Ingvi Hrafn.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: