Heimili heimskunnar…

Vissir þú að óléttar konur geta fengið skegg?

Posted in mamma by liljakatrin on október 16, 2010

Halló heimur!

Nú er aðeins vika þangað til ég frumsýni einleikinn MAMMA, ÉG?! í Slippsalnum við Mýrargötu 2. Er að taka þetta á stressinu og eftir sýningu get ég örugglega státað mig að Íslandsmeistaratitli í stuttu æfingartímabili.

Hér er smá um sýninguna:

Einleikurinn MAMMA, ÉG?! eftir Lilju Katrínu Gunnarsdóttur og Svan Má Snorrason verður sýndur í Slippsalnum við Mýrargötu 2, laugardagskvöldið 23. október klukkan 20.

Hér er á ferð gamansamur einleikur eftir nýbakaða móður um meðgöngu, fæðingu og sjálft móðurhlutverkið. Lilja Katrín var með lífið planað. Hún ætlaði aldrei að vera mamma enda miklu skemmtilegra að djamma og djúsa og fara í skemmtistaðasleiki á sóðalegum börum.

En lífið henti Lilju út í djúpu laugina eitt vorkvöld í Köben. Hún varð ólétt eftir einnar nætur gaman og eftir miklar hugleiðingar fram og til baka ákvað hún að eignast barnið. Það var hægara sagt en gert. Lilja komst að því að það var ótal margt sem hún vissi ekki um meðgönguna því enginn hafði sagt henni það. Konur tala ekki um gyllinæð, þvagleka, skeggvöxt og bjúg heldur einblína á að meðgangan, fæðingin og það að verða mamma sé bara frábært, æðislegt og meiriháttar – sem það er vissulega. En ekki alltaf.

Hér er á ferð einleikur sem allir geta haft gaman að – hvort sem það eru óléttar konur, ömmur, afar, bræður, systur, mömmur, pabbar og allir þeir sem hafa hugleitt barneignir eða þekkja einhvern sem hefur gengið í gegnum þetta ferli.

Komið með í ferðalag um ævintýraheima bleyjuskipta, ungbarna, brjóstagjafar og ælubletta. Brot úr einleiknum var flutt á menningarnótt og þar gekk fólk skellihlæjandi út. Núna verður fjörið enn meira!

Sýningin er liður í upphitun fyrir Kvennafrídaginn sem verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 25. október. Öll vinna við sýninguna er sjálfboðavinna og því er aðgangur ókeypis.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: