Heimili heimskunnar…

Idiot proof-pasta fyrir einn – uppskrift

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on október 9, 2010

Halló heimur!

Ég er grasekkja um helgina og finnst óendanlega leiðinlegt að elda fyrir einn. Þannig að ég ákvað að elda bara eitthvað einfalt, fljótlegt og óspennandi. Keypti mér pakka af ravioli með spínati og kotasælu úti í Bónus á spottprís og lét það duga. Úr varð hins vegar einfaldur, fljótlegur og gómsætur réttur sem var gaman að elda.

Grasekkjupasta

Það sem þarf:

Ravioli með kotasælu og spínati

Skinka

Brokkolí

Sveppir

Ítalskt krydd

Gott á allt krydd

Sjávarsalt

Pipar

Hreinn rjómaostur

Léttmjólk

Rjómi

Ólífuolía

Aðferð:

Setjið vatn og smá skvettu af ólífuolíu í pott og látið sjóða. Setjið ravioli í pottinn og sjóðið í fjórar til fimm mínútur. Hellið vatninu af og setjið botnfylli af léttmjólk og góða klípu af rjómaosti í pottinn. Skerið brokkolí, sveppi og skinku niður og bætið í pottinn. Látið malla í rólegheitum á miðlungshita í um tíu mínútur. Kryddið eftir smekk og hellið örlitlum rjóma út á og hrærið vel í pottinum. Þá er þetta bara tilbúið. Þeir sem fíla parmesan geta skellt honum á. Annars borðaði ég þetta bara svona, nennti ekki að gera hvítlauksbrauð og átti ekki salat.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: