Heimili heimskunnar…

Setjum Óla í kóla

Posted in Uncategorized by liljakatrin on október 7, 2010

Systir mín ferðaðist til Svíþjóðar fyrir stuttu og eins og góðum systrum sæmir færði hún mér gjöf: konfektkassa með Viktoríu krónprinsessu og hennar ektamanni, Daniel Westling, framan á. Nafnið á konfektinu var einfalt: The Wedding Chocolate. Innan í kassanum var síðan flennistór mynd af parinu, gangandi hönd í hönd í friðsælum garði.

Er ég gæddi mér á þessu dásamlega konfekti og hló yfir hve yndislega hallærisleg þessi hugmynd er þá rann það upp fyrir mér að við Íslendingar höfum alveg gleymt að nýta okkur eitt atvinnutækifæri í kreppunni – jú, sjálfan forsetann.

Alls staðar í heiminum eru þjóðhöfðingjar nýttir af fátækum verslunareigendum til þess eins að græða nokkra aura. Í Moskvu gat ég til dæmis keypt mér Matryoshka-dúkku af forsætisráðherranum Vladimir Putin og fækkaði hann fötum með hverri dúkkunni sem opnuð var. Í London er hægt að kaupa skopmyndir af Karli Bretaprins og í Bandaríkjunum er eiginhandaráritun forsetans, Barack Obama, afar verðmæt.

Hvernig væri ef við myndum nýta okkur þessa auðlind þar sem allar þær náttúrulegu eru í hættu? Það væri til dæmis hægt að framleiða Óla kóla og selja það í Bónus. Flöskurnar væru prýddar myndum af forsetanum með kók í hendi og slagorðinu: „Óla kóla – morgunmatur meistaranna!“ Nú eða stofna ferðaskrifstofuna Óla sól þar sem forsetinn væri sýndur með kokteil í annarri og Dorrit í hinni, með stráhatt og í speedo. Þá væri hægt að gefa út safndiska undir nafninu Forsetafönk með mynd af herra Ólafi Ragnari í flippaðri danssveiflu. Eða stofna skemmtigarðinn Ólahóla.

Óli býður upp á endalausa viðskiptamöguleika.

Hver er með?

Móment í 36. tölublaði Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: