Heimili heimskunnar…

Þarna er Esjan. Ég er mamma.

Posted in mamma, Uncategorized by liljakatrin on október 7, 2010

Halló heimur!

Á morgun eru níu mánuðir síðan ég mætti upp á Landspítala til að láta setja mig af stað. Ekki á morgun heldur hinn eru níu mánuðir síðan ég varð mamma. Í dag eru níu mánuðir síðan lífið var bara nokkuð gott.

Þegar ég keyrði heim af fæðingardeildinni með litla stúlku í aftursætinu sem gat varla opnað augun var allt breytt. Staðreyndin að ég af öllum væri orðin mamma litaði allt. „Þarna er Bónus. Ég er mamma. Þarna er Esjan. Ég er mamma. Þarna er Kringlan. Ég er mamma.“

Mig langaði að segja öllum að ég væri mamma. Langaði að skrúfa niður rúðuna og hrópa það hástöfum svo allir væru örugglega með það á hreinu að ég væri mamma.

Þegar ég kom heim var allt breytt þar líka. Mér fannst eins og dóttir mín hefði alltaf verið þarna. Ég lagði pínulítinn líkama hennar í alltof stóra vöggu og bara horfði á hana. Hvernig fór ég að þessu? Hún er fullkomin.

Þetta kvöld fylltist ég fáránlegri hamingju. Ég átti fjölskyldu sem bara ég átti. Ég var hluti af einhverri heild. Ég gæti farið í fjölskylduferðir, fjölskyldubíltúra og keypt fjölskyldutilboð á Aktu taktu.

Í dag getur dóttir mín gert ansi mikið meira en að opna augun. Hún kann að segja mamma. Hún kann að sitja, er með tvær tennur og dregur sig áfram á handleggjunum eins og hún eigi lífið að leysa. Hún öskrar því það er fyndið. Hún elskar að fá að vera á bossanum. Hún brosir þegar hún sér mig. Hún grenjar þegar ég fer.

Í dag er lífið ekki lengur nokkuð gott. Í dag er lífið fullkomið.

Móment í 41. tölublaði Séð og Heyrt

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Matti Matt said, on október 7, 2010 at 2:00 e.h.

    Hrikalega sem ég kannast við þessa tilfinningu…..nema að ég hugsaði alltaf ,,ég er Pabbi“….kannski skiljanlega þar sem ég er jú karlkyns.

    Fannst líka ansi magnað að þegar ég þurfti að fara út daginn eftir að við komum heim með prinsessuna okkar að þá var ég svo hissa á því að það væru bara allir aðrir að sinna sýnum daglegu hlutum og ég keyrði mun hægar og einhverveginn…..sá allt í slow mo.

    En þetta er yndislegt líf 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: