Heimili heimskunnar…

Sjúklega ódýrar 66°norður-peysur

Posted in Tíska by liljakatrin on október 1, 2010

Halló heimur!

Ég tók mér bíltúr í Skeifunni í dag af einhverjum óútskýranlegum ástæðum. Ég sá ekki eftir þeim bíltúr því ég rambaði inn á einhverja lagersölu hjá 66°norður sem ég hef ekki heyrt auglýsta. Hún er á annarri hæð í sama húsi og útsala 66°norður er.

Já sæll, það voru svo margar flíspeysur á fáránlegu verði þarna að ég átti í erfiðleikum með að velja. Á tímabili var ég komin með sex í fangið og langaði að kaupa þær allar. Skar niður í þrjár en endaði á að kaupa bara eina vegna skynsemisraddar í hausnum á mér. Fjandinn hafi hana! Peysan sem ég endaði á því að kaupa er yndisleg. Mig hefur langað í flíspeysu í lengri tíma en bara ekki tímt því. Þessi peysa er hins vegar hverrar krónu virði. Var á 21 þúsund krónur en ég fékk hana á fimm þúsund. Það kalla ég kjarakaup í kreppunni!

Lagersalan er opin fram á sunnudag og svo ekki meir. Tjékkið á henni!

Njótið vel og lengi!
-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: