Heimili heimskunnar…

Til minningar um Séð og Heyrt

Posted in Fréttir by liljakatrin on september 29, 2010

Halló heimur!

Dagurinn í gær var aldeilis merkilegur fyrir margar sakir. Þá er ég ekki að tala um hálfvitaganginn á Alþingi sem á eiginlega ekki skilið pláss hér á alheimsvefnum.

Ég er að sjálfsögðu að tala um vinnustaðinn minn – Séð og Heyrt. Mest lesna glanstímarit Íslands. Tímaritið sem fólk elskar að hata. Séð og Heyrt tók ansi groddalega u-beygju á meðan ég var í fríi.

Í hádeginu fékk ég símtal frá samstarfsfélaga mínum sem sagði mér alla sólarsöguna. Eiríkur rekinn, Tobba búin að segja upp, Svanur tekur við völdum. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við. Þetta eru bara alltof miklar og merkilegar upplýsingar til að fá í einu símtali.

Mér finnst leiðinlegt að missa Eirík. Hann er einn skemmtilegasti yfirmaður sem ég hef haft. Og hann er ekki jafn klikkaður og fólk heldur. Hann getur verið óþolandi og kröfuharður en hann getur líka verið ljúfur, hvetjandi og fyndinn (sjitt hann á eftir að drepa mig fyrir að skrifa þetta). Mér á alltaf eftir að þykja vænt um Eirík á einhvern undarlegan hátt og ég vona að hann finni sér eitthvað frábært að gera blessaður. It’s an end of an era.

Og Tobba fer líka. Það er bömmer. Við höfum átt ansi skemmtilegar og góðar stundir saman og þessi uppsögn þýðir bara eitt – engar fleiri megaritur í vinnunni. Starfsmannastjórinn verður eflaust mjööög ánægður. Það er líka svo endalaust hægt að hlæja með Tobbu þegar stuðið er þannig. Og hún býður oft upp á skemmtilega orðaleiki. Með hverjum á ég núna að gera grín að dvergum?

Svanur stórvinur minn og meðsemjandi einleiksins míns er sem sagt orðinn ritstjóri. Mér finnst það frábært. Svanur er ótrúlega auðveldur í öllum samskiptum og drulluklár náungi sem vann einu sinni hálfa milljón í Viltu vinna milljón? og var í Gettu betur (verð væntanlega drepin fyrir þetta líka).

Allt í allt eru þessar breytingar skrýtnar en eiga örugglega eftir að verða til einhvers góðs. Ég mun sakna Eiríks og Tobbu mjög mikið en Ísland er lítið – ég á alveg eftir að sjá þau aftur – sem betur fer. Til minningar um það Séð og Heyrt sem einu sinni var gefið út býð ég upp á myndasýningu.

This slideshow requires JavaScript.

Með sorg í hjarta get ég aðeins vonað að þessi dagur færi mér frábærar fréttir.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

2 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. Atli Már said, on september 29, 2010 at 9:00 f.h.

    …frábærar myndir! Sakna ykkar allra!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: