Heimili heimskunnar…

Neyðarkall frá ungri mömmu

Posted in mamma by liljakatrin on september 28, 2010

Halló heimur!

Eftir tæplega mánuð frumsýni ég einleikinn minn um móðurhlutverkið sem ég samdi með stórvini mínum og snillingnum Svani Má Snorrasyni. Ég flutti brot úr einleiknum á menningarnótt sem var ótrúlega gaman en nú er ég komin með leikstjóra sem er fáránlega frábær og alles þannig að sýningin verður enn betri.

Mig langar að biðja um einn greiða. Mig vantar svo rosalega einn Teletubbies-búning fyrir fullorðna að láni fyrir sýninguna. Ef þú eða einhver sem þú þekkir á einn slíkan búning þætti mér mjög svo vænt um að fá hann lánaðan í nokkrar vikur. Þó engin verðlaun séu greidd yrði ég manneskjunni ævinlega þakklát og aldrei að vita nema sú hin sama fái óvæntan glaðning.

Endilega látið orðið berast kæru lesendur.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

2 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. Brynja Björk said, on september 28, 2010 at 1:30 e.h.

    Veistu, mig minnir að einhver framhaldsskólinn hafi dimmiterað í svona búningum. Búningaleigan í Hfj, kaupir oft svona dimmiteringabúninga, hefurðu prufað að hringja í þá?

  2. liljakatrin said, on september 28, 2010 at 1:32 e.h.

    Nei reyndar ekki. Takk fyrir ábendinguna 🙂 Þeir rukka mig samt örugglega og þar sem allt í kringum þessa sýningu er sjálfboðavinna þá ætlaði ég að reyna að fá búninginn lánaðan frítt – en ég hringi pottþétt í þessa búningaleigu ef ég lendi í vanda 🙂 Thanks again!
    -L


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: